Viðtöl, örfréttir & frumraun
Slippurinn opnar 4. maí – Gísli Matt: „Það er ekkert grín að þjálfa um 18 manns inn á hugmyndafræðina….“
Sumarveitingastaður Slippurinn við höfnina í Vestmannaeyjum opnar 4. maí næstkomandi.
Það er matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson og systir hans Indiana Auðunsdóttir ásamt fjölskyldu þeirra sem standa að baki veitingastaðarins og er fyrir löngu orðinn einn vinsælasti veitingastaðurinn á Íslandi.
„Spennan alltaf langmest á síðustu metrunum“
Mikill undirbúningur er í gangi þessa dagana fyrir opnun.
„Spennan verður einhvernveginn alltaf langmest á síðustu metrunum, þegar starfsfólkið kemur, fyrsta hráefnið er tínt og verkað, þegar nýjar samsetningar virka á réttunum og verið að gera matseðla og fara yfir með öllum.“
Segir Gísli í facebook færslu.
Sex kokkar eru mættir í undirbúninginn ásamt og þjónateyminu með Söndru Þrastar veitingastjóra.
„Það er ekkert grín að þjálfa um 18 manns inn á hugmyndafræðina, kenna öllum inná allt. Endalausar fínstillingar í mat, seðlum, kokteilum, djúsum. Pabbi að laga endalaust af hlutum, mamma að gera allt fínt og sjarmerandi. Koma öllum fyrir, gera starfsmannaíbúðina næs og svo mætti endalaust telja upp.
Mikið innilega vona ég að það snjói ekki aftur fram að opnun, hundasúrurnar eru alveg nógu litlar á þessum árstíma fyrir.“
Segir Gísli að lokum og birtir meðfylgjandi myndir með facebook færslunni.
Yfir veturinn hefur Gísli haft í nógu að snúast og meðal annars verið með PopUp víðsvegar um landið, haldið námskeið eins og sjá má með því að smella hér.
Myndir: facebook / Gísli Matthías Auðunsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður

















