Viðtöl, örfréttir & frumraun
Slippurinn opnar 4. maí – Gísli Matt: „Það er ekkert grín að þjálfa um 18 manns inn á hugmyndafræðina….“
Sumarveitingastaður Slippurinn við höfnina í Vestmannaeyjum opnar 4. maí næstkomandi.
Það er matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson og systir hans Indiana Auðunsdóttir ásamt fjölskyldu þeirra sem standa að baki veitingastaðarins og er fyrir löngu orðinn einn vinsælasti veitingastaðurinn á Íslandi.
„Spennan alltaf langmest á síðustu metrunum“
Mikill undirbúningur er í gangi þessa dagana fyrir opnun.
„Spennan verður einhvernveginn alltaf langmest á síðustu metrunum, þegar starfsfólkið kemur, fyrsta hráefnið er tínt og verkað, þegar nýjar samsetningar virka á réttunum og verið að gera matseðla og fara yfir með öllum.“
Segir Gísli í facebook færslu.
Sex kokkar eru mættir í undirbúninginn ásamt og þjónateyminu með Söndru Þrastar veitingastjóra.
„Það er ekkert grín að þjálfa um 18 manns inn á hugmyndafræðina, kenna öllum inná allt. Endalausar fínstillingar í mat, seðlum, kokteilum, djúsum. Pabbi að laga endalaust af hlutum, mamma að gera allt fínt og sjarmerandi. Koma öllum fyrir, gera starfsmannaíbúðina næs og svo mætti endalaust telja upp.
Mikið innilega vona ég að það snjói ekki aftur fram að opnun, hundasúrurnar eru alveg nógu litlar á þessum árstíma fyrir.“
Segir Gísli að lokum og birtir meðfylgjandi myndir með facebook færslunni.
Yfir veturinn hefur Gísli haft í nógu að snúast og meðal annars verið með PopUp víðsvegar um landið, haldið námskeið eins og sjá má með því að smella hér.
Myndir: facebook / Gísli Matthías Auðunsson
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir