Markaðurinn
Skyrkakan sem enginn stenst
Skyrkökur eru algjör dásemd og hér erum við með uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is sem er með matarlími og hægt er að skera í sneiðar.
„Skyrkökur eru eitthvað sem enginn stenst. Ég þori varla að viðurkenna það en ég hef aldrei áður gert skyrköku með matarlími sem hægt er að skera í sneiðar, alltaf bara í stóra skál eða lítil glös. Ég hef hins vegar gert ótal ostakökur á þennan máta svo það var sannarlega kominn tími til að prófa.
Látið matarlímið alls ekki hræða ykkur, það er ekkert mál að nota það, bara fylgja uppskriftinni!“
segir Berglind.
Skyrkaka uppskrift
Botn
- 260 g hafrakex
- 100 g brætt smjör
Aðferð:
- Setjið bökunarpappír í botninn á um 20-22 cm smelluformi.
- Myljið hafrakex í blandara þar til það er orðið duftkennt.
- Blandið bræddu smjöri saman við og þjappið í botninn á smelluforminu, setjið í frystinn á meðan þið útbúið fyllinguna.
Fylling
- 350 ml rjómi
- 2 msk. flórsykur
- 2 tsk. vanillusykur
- 500 g KEA skyr með jarðarberjum og bláberjum
- 5 matarlímsblöð
- 50 ml mjólk
Aðferð:
- Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur.
- Hitið mjólkina í potti, takið matarlímsblöðin upp úr vatninu, eitt í einu og vindið út í heita mjólkina. Hrærið vel á milli hvers og þegar blöðin eru öll uppleyst má hella blöndunni í skál og leyfa hitanum að rjúka úr á meðan þið undirbúið annað.
- Þeytið rjóma, flórsykur og vanillusykur saman.
- Vefjið skyrinu saman við rjómablönduna og hellið næst matarlímsblöndunni í mjórri bunu saman við og blandið vel saman.
- Hellið yfir kexbotninn í smelluforminu og setjið í kæli í að minnsta kosti 5 klukkustundir eða yfir nótt.
- Skerið síðan meðfram hringnum á forminu að innan áður en þið losið hliðarnar frá og flytjið kökuna yfir á fallegan disk.
Skreyting
- Ber eftir eigin ósk
- Saxað suðusúkkulaði
Hægt að sjá uppskriftina einnig hér.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan