Pistlar
Skyrgámur setti stefnuna fyrir barþjónastíl minn
Í dag eru 11 ár síðan ég hreppti fyrsta verðlaunasæti á mínum barþjónaferli. Ég lenti reyndar í þriðja sæti en það sem ég tel ennþá merkilegra er að Skyrgámur var fyrsti skyr-kokteillinn sem keppti í barþjónakeppni á Íslandi og þurfti að breyta lögum hjá Barþjónaklúbbnum til að hann fengi þátttökurétt.
Það má segja að Skyrgámur hafi sett stefnuna fyrir minn barþjónastíl og feril því allar götur síðan hef ég haft mest gaman af því að vinna með óhefðbundin hráefni, hráefni sem fólk tengir sennilega ekki fyrst og fremst við kokteila.
Dæmi um slík hráefni eru allskonar villtar íslenskar jurtir, mismunandi þarar og sjávargróður, geitaostur og aðrir ostar, lambafita, broddmjólk og auðvitað skyr!
Það er ótrúlega mikið af frábæru hráefni til á Íslandi og frábær undirstöðu vín í kokteila eru framleidd hér á landi!
Brátt kemur vorið og þá opnast matarkistan á Íslandi upp á gàtt og býður þér ókeypis hráefni þér að kostnaðar lausu.
Höfundur er Andri „Viceman“ Davíð Pétursson.
Instagram: @TheViceman
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni