Pistlar
Skyrgámur setti stefnuna fyrir barþjónastíl minn
Í dag eru 11 ár síðan ég hreppti fyrsta verðlaunasæti á mínum barþjónaferli. Ég lenti reyndar í þriðja sæti en það sem ég tel ennþá merkilegra er að Skyrgámur var fyrsti skyr-kokteillinn sem keppti í barþjónakeppni á Íslandi og þurfti að breyta lögum hjá Barþjónaklúbbnum til að hann fengi þátttökurétt.
Það má segja að Skyrgámur hafi sett stefnuna fyrir minn barþjónastíl og feril því allar götur síðan hef ég haft mest gaman af því að vinna með óhefðbundin hráefni, hráefni sem fólk tengir sennilega ekki fyrst og fremst við kokteila.
Dæmi um slík hráefni eru allskonar villtar íslenskar jurtir, mismunandi þarar og sjávargróður, geitaostur og aðrir ostar, lambafita, broddmjólk og auðvitað skyr!
Það er ótrúlega mikið af frábæru hráefni til á Íslandi og frábær undirstöðu vín í kokteila eru framleidd hér á landi!
Brátt kemur vorið og þá opnast matarkistan á Íslandi upp á gàtt og býður þér ókeypis hráefni þér að kostnaðar lausu.
Höfundur er Andri „Viceman“ Davíð Pétursson.
Instagram: @TheViceman
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn







