Frétt
Skoskur lax sem Costco flytur inn greinist með Listeríu
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af reyktum laxi frá John Ross Junior, Skotlandi sem fyrirtækið Costco flytur inn. Innköllun á laxinum er vegna þess að örveran Listeriu monocytogenis greindist í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna með tilkynningu til þeirra kaupenda sem keypt hafa vöruna.
Matvælastofnun tók sýni af laxinum í reglubundnu landamæraeftirliti.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: John Ross
- Vöruheiti: Scottish smoked salmon 340 gr.
- Framleiðsluland: Skotland
- Framleiðandi: John Ross Junior ltd
- Innflytjandi: Costco
- Best fyrir dagsetning: 28.05.22
- Dreifing: Costco
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Neytendur eru beðnir um að neyta ekki vörunnar og farga henni. Costco hefur tekið allar einingar af viðkomandi vöru úr sölu og fargað þeim. Hægt er að fá endurgreitt hjá Costco .Nánari upplýsingar veitir Costco (þjónustuborð).
Mynd: heilbrigdiseftirlit.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla