Frétt
Skoskur lax sem Costco flytur inn greinist með Listeríu
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af reyktum laxi frá John Ross Junior, Skotlandi sem fyrirtækið Costco flytur inn. Innköllun á laxinum er vegna þess að örveran Listeriu monocytogenis greindist í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna með tilkynningu til þeirra kaupenda sem keypt hafa vöruna.
Matvælastofnun tók sýni af laxinum í reglubundnu landamæraeftirliti.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: John Ross
- Vöruheiti: Scottish smoked salmon 340 gr.
- Framleiðsluland: Skotland
- Framleiðandi: John Ross Junior ltd
- Innflytjandi: Costco
- Best fyrir dagsetning: 28.05.22
- Dreifing: Costco
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Neytendur eru beðnir um að neyta ekki vörunnar og farga henni. Costco hefur tekið allar einingar af viðkomandi vöru úr sölu og fargað þeim. Hægt er að fá endurgreitt hjá Costco .Nánari upplýsingar veitir Costco (þjónustuborð).
Mynd: heilbrigdiseftirlit.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti