Frétt
Skoskur lax sem Costco flytur inn greinist með Listeríu
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af reyktum laxi frá John Ross Junior, Skotlandi sem fyrirtækið Costco flytur inn. Innköllun á laxinum er vegna þess að örveran Listeriu monocytogenis greindist í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna með tilkynningu til þeirra kaupenda sem keypt hafa vöruna.
Matvælastofnun tók sýni af laxinum í reglubundnu landamæraeftirliti.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: John Ross
- Vöruheiti: Scottish smoked salmon 340 gr.
- Framleiðsluland: Skotland
- Framleiðandi: John Ross Junior ltd
- Innflytjandi: Costco
- Best fyrir dagsetning: 28.05.22
- Dreifing: Costco
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Neytendur eru beðnir um að neyta ekki vörunnar og farga henni. Costco hefur tekið allar einingar af viðkomandi vöru úr sölu og fargað þeim. Hægt er að fá endurgreitt hjá Costco .Nánari upplýsingar veitir Costco (þjónustuborð).
Mynd: heilbrigdiseftirlit.is

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu