Viðtöl, örfréttir & frumraun
Skemmtilegur viðburður: Vinalegur rígur milli kokka og þjóna … Pantaðu borð hér
Vinalegur rígur milli kokka og þjóna er rótgróinn hluti af bransanum og hefur verið í marga áratugi, landa og heimsálfa á milli. En hvað ef þjónarnir og kokkarnir myndu skipta um hlutverk?
„Teymið á Múlabergi er allavega til í áskorunina (sem enginn reyndar bað sérstaklega um) og bjóðum öllum sem þora að prufa með okkur 100% skipti milli deilda.“
Segir í tilkynningu. Þjónar eru inní eldhúsi og kokkarnir eru frammi.
HVERNIG VIRKAR ÞETTA?
– Þú kaupir þér miða á 1.500 kr.
– Fyrir miðann færðu 15% afslátt af mat og drykk + fordrykk í boði Mekka Wines&Spririts að andvirði 1.500 kr.
– Allt verður eins og það myndi venjulega vera þegar þú kemur út að borða á Múlaberg.
GOTT AÐ HAFA Í HUGA:
Þú átt að fá framúrskarandi mat og þjónustu
– Ef þú færð bæði, láttu okkur vita
– Ef þú færð annað hvort eða hvorugt, láttu okkur vita
HVAÐ FÁUM VIÐ ÚT ÚR ÞESSU?
– Við munum öll hafa 100% gaman að þessu sama hvað
– Við munum öll hafa 100% gott af þessu
– Mögulega eitthvert okkar getur sagt „I told you so“
– Mögulega eitthvert okkar þarf að bakka og segja: „nú skil ég hvað þú meinar“
– Mögulega eigum við skemmtilegustu og eftirminnilegustu vakt sem við höfum átt saman
– Mögulega lærum við öll á því að setja okkur bókstaflega í spor hvers annars
„Það er svo ótrúlegt teymi á Múlabergi sem er bæði kappsamt en á sama tíma ótrúlega stuðningsríkt og góðir vinir. Allir sem taka þátt eru í þessu að góðum ásetningi (og smá kappsemi auðvitað) en aðalega því við höfum ástríðu fyrir faginu.“
Það er ekki sjálfgefið að ganga í hlutverk hvers annars – fyrst og fremst er þetta áskorun og tækifæri til að læra og breyta til.
Við erum öll sammála um að það sé hollt og skemmtilegt að upplifa báða þætti þjónustunnar við gestinn – það styrkir okkur bara í starfi og vináttu!

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt2 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf