Markaðurinn
Skapandi konfektmeistari óskast
ÚTÚRKÚ súkkulaðigerð óskar eftir starfsmanni til að sjá um framleiðslu og frekari þróun á konfekti, súkkulaði og öðrum nýjungum á vegum félagsins. ÚTÚRKÚ var stofnað árið 2023 og leggur áherslu á að framleiða afburða konfekt og súkkulaði úr fyrsta flokks hráefni.
Starfið veitir tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á skemmtilegu og lifandi vörumerki. Starfið er fjölbreytt og sköpunargleði fær að njóta sín.
60-100% starf kemur til greina. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Starfsstöð er á Nýbýlavegi í Kópavogi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framleiðsla á súkkulaði, konfekti og tengdum vörum
- Pökkun og umsjón með lager
- Þjónusta við viðskiptavini eftir þörfum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Konditor eða bakaramenntun
- Sköpunargleði og ástríða fyrir iðninni
- Reynsla af konfektgerð
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð hugsun
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Stundvísi og áreiðanleiki
Umsóknir sendist á uturku@uturku.is

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun