Markaðurinn
Skál! básinn á Hlemmi leitar að nýjum eiganda og rekstraraðila í mathöllina
Skál! básinn á Hlemmi leitar að nýjum eiganda og rekstraraðila í mathöllina. Tilvalið tækifæri fyrir duglegt fólk!
Síðustu 7 árin hefur Skál! vaxið og dafnað á Hlemmi Mathöll í þessu rétt rúmu 20m2 rými og nú er Skál! á vegferð að færa sig yfir á nýtt heimili að Njálsgötu 1.
Hlemmur er staður sem fólk fer á í hópum og allir geta fengið sér það sem þeim girnist en svo verða oft til móment þar sem fólk sest við barinn og verður hughrifið að því að það sé hægt að bjóða frábæran mat og þjónustu yfir borðið.
Á þeim tíma sem Skál! hefur verið á Hlemmi Mathöll þá hafa komið þar ótal pop-up af erlendum gestakokkum og barþjónum sem hafa tekið yfir staðinn í kvöldstund sem hefur líka veitt fastagestum þá upplifun að það sé alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem er í boði.
Mathöllin er áfangastaður fyrir þá sem vilja fá sér að borða án þess að það sé of fínt eða of mikið tilefni, heldur bara næs staður til að koma saman og fá sér að borða, drekka vín og vera í stemmingu.
Nú þegar Skál! er að stefna á flutninga í sumar þá leitum við að nýjum aðilum til að taka við keflinu á Hlemmi Mathöll, þróa sína eigin drauma og prófa nýtt concept eða gera útibú af öðru þekktu concepti. Rýmið hefur endalausa möguleika í réttum höndum og hefur gefið okkur ótal minningar og verið gjöfult og gott.
Básinn er til sölu með öllum tækjabúnaði sem var allur sérvalinn og hannaður til að passa sem best inní rýmið og veita sem best flæði í vinnu.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Gísla Grímsson með því að senda póst á gisli@saltverk.is fyrir frekari upplýsingar.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn