Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sjónvarpskokkurinn Guy Fieri í basli við að loka veitingastað sínum
Hárprúði sjónvarpskokkurinn Guy Fieri vinnur nú að því að leggja niður veitingahúsakeðjuna Johnny Garlic´s sem hann stofnaði árið 1996. Viðskiptafélagi hans Steve Gruber er nú ekki á því að loka stöðunum sem staðsettir eru Santa Rosa, Windsor, Roseville, Dublin, San Jose, Brentwood og Bakersfield og hefur lagt inn málsókn gegn Guy Fieri til að halda stöðunum opnum.
Að auki Johnny Garlic´s er Guy Fieri eigandi af veitingastöðunum Tex Wasabi’s, Guy’s Burger Joint, Guy’s American, Guy’s Baltimore, Guy Fieri’s Chophouse, Guy’s Vegas og Guy’s Mt. Pocono.
Johnny Garlic´s býður upp á fjölbreyttan matseðil, en þar má finna BBQ kjúklingasalat, svínarif, allskyns steikur, lax, rækjur, samlokur, hamborgara, pizzur so fátt eitt sé nefnt.
Staðirnir eru einnig öflugir í veisluþjónustu og bjóða upp á viðamikinn kokteilseðil.
Myndir: af facebook síðu Johnny Garlic´s
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra












