Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sjónræn matarveisla á Gyllta Sal Hótel Borgar í tilefni myndarinnar Foodies
Sérstök viðhafnarsýning verður á heimildarmyndinni Foodies á RIFF í sjónrænni matarveislu á Gyllta Sal Hótel Borgar laugardagskvöldið 26. september næstkomandi.
Myndin sem segir frá annáluðum sælkerum og matargagnrýnendum sem ferðast um heiminn og snæða besta mat sem völ er á verður til sýninga í heimildarmyndarflokki hátíðarinnar í ár. Við þessa viðhafnarsýningu munu gestir njóta sælkeraveislu innblásinn af myndinni sem kokkarnir á Borg Restaurant útbúa og reiða fram undir forystu Anítu Aspar Ingólfsdóttur, yfirkokks, á meðan sýningu myndarinnar stendur.
Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrik Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd þessa sérsýningu og munu svara spurningum gesta að mynd lokinni. Sýnd verður ein stuttmynd sem lystauki og forréttur innblásinn af myndinni borinn fram. Þetta er einstakt tækfæri til að sameina ástríðurnar matargerð og kvikmyndagerð í ljúfa kvöldstund.
Takmarkað miðaframboð í boði og borðapantanir fara í gegnum Borg Restaurant í síma 578-2020. Miðaverð er 7900
Heimasíða RIFF: www.riff.is
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin