Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Sjónræn matarveisla á Gyllta Sal Hótel Borgar í tilefni myndarinnar Foodies

Birting:

þann

Sjónræn matarveisla

Sérstök viðhafnarsýning verður á heimildarmyndinni Foodies á RIFF í sjónrænni matarveislu á Gyllta Sal Hótel Borgar laugardagskvöldið 26. september næstkomandi.

Myndin sem segir frá annáluðum sælkerum og matargagnrýnendum sem ferðast um heiminn og snæða besta mat sem völ er á verður til sýninga í heimildarmyndarflokki hátíðarinnar í ár. Við þessa viðhafnarsýningu munu gestir njóta sælkeraveislu innblásinn af myndinni sem kokkarnir á Borg Restaurant útbúa og reiða fram undir forystu Anítu Aspar Ingólfsdóttur, yfirkokks, á meðan sýningu myndarinnar stendur.

Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrik Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd þessa sérsýningu og munu svara spurningum gesta að mynd lokinni. Sýnd verður ein stuttmynd sem lystauki og forréttur innblásinn af myndinni borinn fram. Þetta er einstakt tækfæri til að sameina ástríðurnar matargerð og kvikmyndagerð í ljúfa kvöldstund.

Takmarkað miðaframboð í boði og borðapantanir fara í gegnum Borg Restaurant í síma 578-2020. Miðaverð er 7900

Heimasíða RIFF: www.riff.is

 

Auglýsingapláss

Mynd: aðsend

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið