Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sjónræn matarveisla á Gyllta Sal Hótel Borgar í tilefni myndarinnar Foodies
Sérstök viðhafnarsýning verður á heimildarmyndinni Foodies á RIFF í sjónrænni matarveislu á Gyllta Sal Hótel Borgar laugardagskvöldið 26. september næstkomandi.
Myndin sem segir frá annáluðum sælkerum og matargagnrýnendum sem ferðast um heiminn og snæða besta mat sem völ er á verður til sýninga í heimildarmyndarflokki hátíðarinnar í ár. Við þessa viðhafnarsýningu munu gestir njóta sælkeraveislu innblásinn af myndinni sem kokkarnir á Borg Restaurant útbúa og reiða fram undir forystu Anítu Aspar Ingólfsdóttur, yfirkokks, á meðan sýningu myndarinnar stendur.
Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrik Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd þessa sérsýningu og munu svara spurningum gesta að mynd lokinni. Sýnd verður ein stuttmynd sem lystauki og forréttur innblásinn af myndinni borinn fram. Þetta er einstakt tækfæri til að sameina ástríðurnar matargerð og kvikmyndagerð í ljúfa kvöldstund.
Takmarkað miðaframboð í boði og borðapantanir fara í gegnum Borg Restaurant í síma 578-2020. Miðaverð er 7900
Heimasíða RIFF: www.riff.is
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir