Vertu memm

Frétt

Sjö tilnefndir til Embluverðlaunanna – Verðlaunin verða afhent 1. júní

Birting:

þann

Gísli Matthías Auðunsson

Gísli Matthías Auðunsson.
Mynd: Gunnar Freyr / Icelandic Explorer

Norrænu Emblu-matarverðlaunin verða veitt í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum. Auglýst var eftir tilnefningum á öllum Norðurlöndunum og alls bárust 320 tilnefningar, þar af rúmlega 50 hér á Íslandi.

Embluverðlaunin voru fyrst veitt í Kaupmannahöfn árið 2017. Þau eru norræn matarverðlaun sem er ætlað að hampa norrænni matarmenningu.

Þeir sem tilnefndir eru til Embluverðlaunanna fyrir Ísland eru:

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019
Rjómabúið á Erpsstöðum. Erpsstaðabúið framleiðir mjólk og fjölbreyttar mjólkurvörur sem seldar eru beint frá býli. Ostur, ekta skyr og ljúffengur rjómaís er þar á boðstólum ásamt fleiru.

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019
Vogafjós / Vogabúið í Mývatnssveit. Fyrirmyndarbú þar sem íslenskar matarhefðir eru í hávegum hafðar í ferðaþjónustu. Sjá: www.vogafjos.is

Embluverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019
Veitingadeild IKEA í Garðabæ. IKEA á Íslandi hefur náð einstökum árangri í sölu á matvælum og er nú svo komið að veitingastaður IKEA í Garðabæ er fjölsóttasti veitingastaður landsins. Sjá: www.ikea.is/veitingasvid

Miðlun um mat / Matarblaðamaður Norðurlanda 2019
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari. Gísli er óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sjá: www.gislimatt.is

Mataráfangastaður Norðurlanda 2019
Traustholtshólmi í Þjórsá. Ævintýralegur áfangastaður þar sem Hákon Kjalar Hjördísarson hefur skapað einstakt umhverfi og boðið upp á fyrsta flokks matarupplifun. Sjá: www.thh.is

Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019
Íslensk hollusta. Fyrirtæki sem hefur framleitt fjölbreyttar vörur úr íslenskri náttúru og getið sér gott orð í matvælageiranum. Krydd, sultur, þang, ber, vín og ýmsar sérvörur eru meðal afurða Íslenskrar hollustu. Sjá: www.islenskhollusta.is

Embluverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019
Matartíminn er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri við að auka hlut íslenskra búvara í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sjá: www.matartiminn.is

Norræn dómnefnd kemur saman 31. maí
Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu koma saman í lok maí og dómnefnir velja sigurvegarana. Í dómnefnd Embluverðlaunanna sitja fyrir Íslands hönd þau Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna, Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands og Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu.

Verðlaunin sjálf verða veitt í Hörpu í Reykjavík í samvinnu við Norrænu kokkasamtökin sem halda ársþing sitt á sama tíma í höfuðstaðnum.

Bændasamtök Norðurlandanna standa að Embluverðlaununum
Embluverðlaunin eru haldin af norrænum bændasamtökum með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar. Bændasamtök Íslands sjá um framkvæmd Embluverðlaunanna í ár en þau eru veitt á tveggja ára fresti.

Upplýsingar um alla þá sem eru tilnefndir eru aðgengilegar á vefsíðunni www.emblafoodawards.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið