Uppskriftir
Sítrónumarineraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar – Góð nýting á afgöngum
Það er eitthvað roslega gott við létt saltaðan fisk og þorskhnakkarnir eru svona eðal parturinn, þykkur og djúsí og þegar maður er búin að prufa hann einu sinni langar manni í aftur og aftur, allavega mig.
3-4 stk þorskfiskhnakkar
Ferskt timían
Ferskt rósmarín
Olía
Sítróna
Rauð piparkorn
Saltflögur
Grænkál
Blandið saman olíu, ca 1 dl og kreistið sítrónu saman við og hellið yfir fiskinn eða notið tilbúna olíu með sítrónubragði.
Setjið timían og rósmarín ofaná fiskinn og nokkur rauð piparkorn og geymið inni í ísskáp í 2-3 tíma.
Grillið svo fiskinn á bakka og stráið smá af saltflögum yfir í restina eða eftir smekk.
Penslið oliu á grænkálið og smá saltflögum og grillið létt í restina með fiskinum.
Borið fram með ferskri gúrkusósu með hvítlauk og grilluðu grænmeti.
Uppskrift af meðlætinu má finna hérna, Gúrkusósa – Hvítlaukslimesmjör – Grillað grænmeti.
Ef svo vel vill til að það verði afgangur af fiskinum þá má skera niður snittubrauð fallega eins og sjá má á mynd og smyrja með smjörinu, setja fiskinn ofan á og sósuna og njóta.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu









