Uppskriftir
Sítrónumarineraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar – Góð nýting á afgöngum
Það er eitthvað roslega gott við létt saltaðan fisk og þorskhnakkarnir eru svona eðal parturinn, þykkur og djúsí og þegar maður er búin að prufa hann einu sinni langar manni í aftur og aftur, allavega mig.
3-4 stk þorskfiskhnakkar
Ferskt timían
Ferskt rósmarín
Olía
Sítróna
Rauð piparkorn
Saltflögur
Grænkál
Blandið saman olíu, ca 1 dl og kreistið sítrónu saman við og hellið yfir fiskinn eða notið tilbúna olíu með sítrónubragði.
Setjið timían og rósmarín ofaná fiskinn og nokkur rauð piparkorn og geymið inni í ísskáp í 2-3 tíma.
Grillið svo fiskinn á bakka og stráið smá af saltflögum yfir í restina eða eftir smekk.
Penslið oliu á grænkálið og smá saltflögum og grillið létt í restina með fiskinum.
Borið fram með ferskri gúrkusósu með hvítlauk og grilluðu grænmeti.
Uppskrift af meðlætinu má finna hérna, Gúrkusósa – Hvítlaukslimesmjör – Grillað grænmeti.
Ef svo vel vill til að það verði afgangur af fiskinum þá má skera niður snittubrauð fallega eins og sjá má á mynd og smyrja með smjörinu, setja fiskinn ofan á og sósuna og njóta.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn