Uppskriftir
Sinneps-, og hvítlauksleginn Lax
Framreiddur með Grænmetis-spjóti og chili-mangósósu
Fyrir 4
600 g snyrt laxaflak
2-3 msk mangó chutney
Salt
Marinering:
2 msk dijonsinnep
2 hvítlauksgeirar
100 ml ólífuolía
Svartur pipar
1 lime – safinn og rifinn börkur
Grænmetisspjót:
100 gr zukkini
100 gr rauð paprika
100 gr rauðlaukur
50 gr sveppir
8 smátómatar
Mangósósa:
200 ml mangómauk (Mango Glaze)
1 msk saxað coriander
1 stk chili-pipar
1 lime – safinn
Salt
Pipar
Aðferð:
Byrjið á þvi að marinera laxinn. Flakið er skorið í 4 jöfn stykki. Saxið hvítlaukinn fínt og blandið saman við ólífuolíuna. Smyrjið sinnepinu jafnt á laxastykkin og kryddið til með pipar. Leggið á fat og hellið olíunni yfir.
Látið standa á köldum stað í klukkustund eða meira. Laxinn er síðan saltaður og grillaður á vel heitu grilli í um það bil 8 mínútur á hvorri hlið. Í restina skal hann penslaður með mango chutney. Skerið grænmetið í fallega, jafna bita og þræðið upp á spjót. Grillið með laxinum í nokkrar mínútur. Kryddið með salti og pipar.
Mangósósa – aðferð:
Hreinsið fræ úr piparbelgnum og saxið mjög fínt. Hitið í olíu ásamt coriander. Setjið mauk saman við ásamt limesafa og sjóðið stutta stund. Kryddið til með salti og pipar.
Með réttinum má framreiða ferskt salat og brauð eða bakaða kartöflu fyrir þá sem það vilja.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss