Viðtöl, örfréttir & frumraun
Síldarminjasafnið á Siglufirði vinsælt í einkaveislur
Síldarminjasafnið á Siglufirði er einn helsti áfangastaður ferðamanna þegar þeir eiga leið um bæinn, enda um að ræða eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins.
Bátahúsið á Síldarminjasafninu er vinsælt í einkaveislur og hafa veitingahús á Siglufirði og nágrenni séð um veislurnar.
Í byrjun árs kom finnski utanríkisráðherrann í opinbera heimsókn til Siglufjarðar, ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra Íslands. Með þeim fylgdi föruneyti frá báðum löndum.
Á vefnum Trolli.is kemur fram að ísland er að taka við forystu í Norðurskautsráðinu af Finnum og verður í forystu þar næstu tvö ár. Í ráðinu eru einnig hin Norðurlöndin, Rússland, Kanada og Bandaríkin.
„Samskipti Íslands og Finnlands eru sérlega náin og góð, og málefni norðurslóða og Norðurskautsráðsins eru okkur afar hugleikin nú þegar Ísland tekur senn við keflinu af Finnlandi. Því var kærkomið að heimsækja Akureyri sem er hin eiginlega norðurslóðamiðstöð okkar Íslendinga og kynnast því merka starfi sem þar fer fram.
Þá er ávallt gaman að varpa ljósi á lífið utan höfuðborgarsvæðisins. Að þessu sinni kynntum við okkur þá uppbyggingu sem á sér stað á Siglufirði og víðar á Tröllaskaganum, og kunnum við heimafólki bestu þakkir fyrir höfðinglegar móttökur,“
sagði Guðlaugur Þór í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.
Að þessu sinni var það veitingadeild Rauðku á Siglufirði sem sá um matinn og þjónustu.
Í boði var sjávarrétta-luncheon:
Kremuð sjávarréttarsúpa með bláskel, siglfirskum rækjum og hægelduðum þorsk.
Léttsaltaður þorskhnakki á kartöflu mauki með gulbeðjum, appelsínu, tómat döðlu “concasse” og “beurre blanc”.
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hátíðarkveðjur