Bocuse d´Or
Sigurjón Bragi keppir í dag í Bocuse d‘Or Europe 2022 – Bein útsending

Íslenska Bocuse d´Or teymið.
F.v. Guðmundur Halldór Bender, Hugi Rafn Stefánsson, Sigurjón Bragi Geirsson, Sigurður Laufdal og Dagur Hrafn Rúnarsson
Sigurjón Bragi keppir í dag fyrir Íslands hönd í undankeppni Bocuse d‘Or Europe 2022 sem haldin er í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.
Keppnin fer fram í dag og á morgun og verða úrslit kynnt seinni partinn á morgun.
Það eru 18 lönd sem keppa næstu tvö daga og 10 efstu komast í úrslitakeppnina, sem haldin er í Lyon í Frakklandi á næsta ári 2023.
Íslenska Bocuse d´Or teymið:
Sigurjón Bragi Geirsson, Bocuse d‘Or kandídat
Hugi Rafn Stefánsson, „Commis“ aðstoðarmaður Sigurjóns í keppniseldhúsinu
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, þjálfari
Friðgeir Ingi Eiríksson dæmir fyrir hönd Íslands
Dagur Hrafn Rúnarsson, aðstoðarmaður
Guðmundur Halldór Bender, aðstoðarmaður
Strákarnir eru með snapchat veitingageirans og hægt er að horfa á félagana á bakvið tjöldin á aðganginum: veitingageirinn
Hægt er að horfa á keppnina í beinni hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað







