Vertu memm

Bocuse d´Or

Sigurjón Bragi keppir í Bocuse d´Or – Keppnin fer fram dagana 22. – 23. janúar

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2023

Íslenska teymið. F.v. Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Guðmundur Halldór Bender, Sigurjón Bragi Geirsson, Friðgeir Ingi Eiríksson og Dagur Hrafn Rúnarsson.
Á myndina vantar: Hinrik Örn Halldórsson og Egill Snær Birgisson

Bocuse d´Or heimstmeistara keppni einstaklinga matreiðslu verður haldin í Lyon í Frakklandi dagana 22. – 23. janúar 2023.

Sigurjón Bragi fulltrúi Íslands

Sigurjón Bragi Geirsson keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon 22. – 23. janúar. Þar munu fulltrúar 24 þjóða keppa, en þær þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu.

Sigurjón hreppti titilinn Kokkur Ársins 2019, náði 5. sæti í Bocuse d´Or Europe í Búdapest í október 2022.  Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og tæpt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum hefur verið sent til Lyon.  Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2013 og 2021, og aðstoðarmaður Sigurjóns er Guðmundur Bender.

Sigurjón keppir 23. janúar 2023

Sigurjón er níundi keppandinn í eldhúsið í Lyon, mándaginn 23. janúar kl. 08:52 að staðartíma. Verkefnið er 3 réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat sem aðalhráefnið er Skötuselur, hörpuskel og bláskel.

Réttirnir 3  verða bornir á borð fyrir dómnefndina kl. 13:39 og fiskrétturinn kl. 14:14 á íslenskum tíma.

Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Friðgeir Eiríksson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part mánudags 23. janúar munu úrslitin liggja fyrir.  Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d´Or

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.

Fjöldi Íslendinga mun fylgja Sigurjóni til Lyon og hvetja hann til dáða! Hægt verður að fylgjast með keppninni á vefsíðu hennar, www.bocusedor.com.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið