Keppni
Sigurjón Bragi Geirsson er Kokkur ársins 2019
Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í keppninni Kokkur ársins sem haldin var í Hörpu í dag. Það var Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019. Rúnar Pierre Heriveaux í öðru sæti og Iðunn Sigurðardóttir í þriðja sæti.

F.v. Rúnar Pierre Heriveaux 2. sæti, Sigurjón Bragi Geirsson Kokkur ársins 2019 og Iðunn Sigurðardóttir 3. sæti.

Eliza Jean Reid forsetafrú, Kristján Þór Júlíusson Sjávar- og landbúnaðarráðherra, Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara ásamt keppendum og aðstoðarmönnum.
Fréttin verður uppfærð með fleiri myndum ofl.
Um keppnina
Fréttayfirlit: Kokkur ársins.
Forkeppnin
Forkeppnin fór fram miðvikudaginn 6. mars s.l. en þar kepptu tíu kokkar um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri. Þrjár konur voru skráðar til leiks í ár og er það mesti fjöldi kvenna sem skráður hefur verið í keppnina til þessa og allar komust þær áfram í úrslitakeppnina í kvöld.
Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2019 voru:
- Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
- Ingimundur Elí Jóhannsson, Lux veitingar
- Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
- Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
- Sindri Geir Guðmundsson, Jamie’s Italian
- Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
- Viktor Snorrason, Moss Restaurant
- Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel
- Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélagið
Úrslitakeppnin
Samdægurs þ.e. miðvikudaginn 6. mars var tilkynnt hverjir fimm efstu keppendur kepptu til úrslita í dag laugardaginn 23. mars í Hörpu, en þau voru:
- Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
- Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
- Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
- Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant

Kokkur ársins 2019 er Sigurjón Bragi Geirsson.
Skjáskot úr beinni útsendingu – Facebook / Kokkur ársins
Eins og fram hefur komið þá var það Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019.
Það voru Elisa Reid forsetafrú og Kristján Þór Júlíusson Sjávar- og landbúnaðarráðherra sem afhendu sigurvegurum kvöldsins verðlaunin um 23:00 í kvöld að viðstöddum rúmlega 200 manns.
Myndir frá úrslitakeppninni í kvöld:
Dómnefnd í úrslitum:
- Gert Klötzke – Yfirdómari
- Þráinn Freyr Vigfússon
- Ylfa Helgadóttir
- Steinn Óskar Sigurðsson
- Bjarni Gunnar Kristinsson
- Bjarni Siguróli Jakobsson
- Bjarki Hilmarsson
- Hafsteinn Ólafsson
- Jóhannes Steinn Jóhannesson
- Axel Björn Clausen
- Viktor Örn Andrésson
Kokkur ársins 2019 er besti kokkur landsins árið 2019 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður norðurlanda 2020. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair.

Keppendur í úrslitum 2019
F.v. Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux
Samhliða keppninni sá Kokkalandsliðið ásamt Kokki ársins frá því í fyrra og Kokki ársins 2007 um stemninguna þar sem Kokkalandsliðið lék við hvern sinn fingur og töfraði fram 4. rétta matseðil ásamt vel völdum drykkjum.
Matseðill kvöldsins:
Á undan
Hráskinka & íslenskir ostar
Lystauki – ÓX Restaurant
Villisveppaseyði, eggjarauða, brent smjör, eggjakrem
Forréttur – Kokkalandsliðið
Marineruð Bleikja, Súrumjólk, dill & hrogn
Aðalréttur – Kokkalandsliðið
Lambahryggur, kartöflur, brokolini & yuzu
Eftirréttur – Kokkur ársins 2018 Garðar Kári Garðarsson
Súkkulaði, heslihnetur, hindber og lakkrís
Kaffi & koníak
Veislustjóri var Einar Bárðarson og skemmtiatriði sá Helgi Björnsson & Meistari Jakob um.
Miðaverð var 19.900 kr.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð.
Myndband frá verðlaunafhendingunni:
Myndir: facebook / Kokkur ársins

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars