Keppni
Síðasti séns til að skrá sig í keppnina Kokkur ársins 2018

Hafsteinn Ólafsson er Kokkur ársins 2017.
F.v. Garðar Kári Garðarsson (2. sæti), Hafsteinn Ólafsson (1. sæti) og Víðir Erlingsson (3. sæti)
Allir faglærðir matreiðslumenn s.s. sveinsprófshafar sem sækjast eftir titlinum Kokkur ársins 2018 skulu senda inn uppskriftir ásamt einni mynd af réttum á [email protected] fyrir 5. febrúar n.k.
SKILYRÐI
Keppandi skilar uppskriftum af 3 litlum forréttum fyrir 8 manns, hver réttur skal vega 60 grömm, innihalda ákveðin skylduhráefni og a.m.k. einn réttur skal vera heitur.
- Hverjum matreiðslumanni er einungis heimilt að senda inn eina uppskrift og eina mynd.
- Litmynd í fullum gæðum skal sýna réttina á ómerktum diskum, plöttum og ekkert má gefa til kynna um nafn keppanda eða vinnustað
- Réttur 1 fiskréttur: Ýsa að lágmarki 40%
- Réttur 2 grænmetisréttur, má innihalda egg og mjólkurvörur „ovo-lacto“: Rófur að lágmarki 40%
- Réttur 3 Kjötréttur: Grísakinn og kjúklingaskinn að lágmarki 40%
Þátttaka er ókeypis. Valnefnd, skipuð sex faglærðum dómurum, velur nafnlaust þær 12 uppskriftir sem þykja lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni, gæði ljósmyndar og útliti rétta.
LYKILDAGSETNINGAR
- febrúar
∙ Skilafrestur á uppskriftum og mynd í tölvupósti á [email protected]
- febrúar
∙ Tilkynnt um 12 keppendur sem keppa með sína rétti frammi fyrir dómurum á Kolabrautinni
- febrúar
∙ 12 manna forkeppni á Kolabrautinni.
- febrúar
∙ 5 manna úrslitakeppni í Hörpu, 3 rétta og 5 tímar í fyrsta rétt.
VERÐLAUN
Kokkur ársins 2018 er besti kokkur landsins árið 2018 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2019 sem fram fer á Íslandi í maí 2019.
Verðlaun
1 sæti 300.000 kr
2 sæti 100.000 kr
3 sæti gjafabréf með Icelandair
Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti — [email protected]
Mynd: facebook / Kokkur ársins / Sigurjón Sigurjónsson
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





