Keppni
Síðasti séns til að skrá sig í keppnina Kokkur ársins 2018
Allir faglærðir matreiðslumenn s.s. sveinsprófshafar sem sækjast eftir titlinum Kokkur ársins 2018 skulu senda inn uppskriftir ásamt einni mynd af réttum á [email protected] fyrir 5. febrúar n.k.
SKILYRÐI
Keppandi skilar uppskriftum af 3 litlum forréttum fyrir 8 manns, hver réttur skal vega 60 grömm, innihalda ákveðin skylduhráefni og a.m.k. einn réttur skal vera heitur.
- Hverjum matreiðslumanni er einungis heimilt að senda inn eina uppskrift og eina mynd.
- Litmynd í fullum gæðum skal sýna réttina á ómerktum diskum, plöttum og ekkert má gefa til kynna um nafn keppanda eða vinnustað
- Réttur 1 fiskréttur: Ýsa að lágmarki 40%
- Réttur 2 grænmetisréttur, má innihalda egg og mjólkurvörur „ovo-lacto“: Rófur að lágmarki 40%
- Réttur 3 Kjötréttur: Grísakinn og kjúklingaskinn að lágmarki 40%
Þátttaka er ókeypis. Valnefnd, skipuð sex faglærðum dómurum, velur nafnlaust þær 12 uppskriftir sem þykja lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni, gæði ljósmyndar og útliti rétta.
LYKILDAGSETNINGAR
- febrúar
∙ Skilafrestur á uppskriftum og mynd í tölvupósti á [email protected]
- febrúar
∙ Tilkynnt um 12 keppendur sem keppa með sína rétti frammi fyrir dómurum á Kolabrautinni
- febrúar
∙ 12 manna forkeppni á Kolabrautinni.
- febrúar
∙ 5 manna úrslitakeppni í Hörpu, 3 rétta og 5 tímar í fyrsta rétt.
VERÐLAUN
Kokkur ársins 2018 er besti kokkur landsins árið 2018 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2019 sem fram fer á Íslandi í maí 2019.
Verðlaun
1 sæti 300.000 kr
2 sæti 100.000 kr
3 sæti gjafabréf með Icelandair
Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti — [email protected]
Mynd: facebook / Kokkur ársins / Sigurjón Sigurjónsson
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa