Vertu memm

Frétt

Sendingarnet Wolt nær nú til 50% þjóðarinnar – Vinsælustu staðirnir þeir sem bjóða hagstætt verð

Birting:

þann

Finnska heimsendingarþjónustan Wolt

Heimsendingarþjónustan Wolt hefur stækkað starfssvæði sitt á höfuðborgarsvæðinu og sendir nú í Árbæ, Breiðholti, Kópavogi og Garðabæ, til viðbótar við þau sveitarfélög og hverfi Reykjavíkur sem fyrirtækið þjónaði áður.

Wolt hóf starfsemi á Íslandi þann 8. maí s.l og hóf þá að senda í nokkrum hverfum Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Nú sex vikum síðar nær sendingarsvæði fyrirtækisins til 50% íbúa á Íslandi.

Sjá einnig: Finnska heimsendingarþjónustan Wolt hefur hafið starfsemi á Íslandi

Wolt er eitt stærsta heimssendingarfyrirtæki heims og var Ísland áður hið eina af Norðurlöndunum þar sem fyrirtækið starfaði ekki. Íslendingar eru nú farnir að sjá sendla fyrirtækisins á ýmsum farartækjum með ljósbláar hitatöskur Wolt um allt höfuðborgarsvæðið.

Undirliggjandi þörf fyrir hraðari og víðtækari heimsendingarþjónustu

Finnska heimsendingarþjónustan Wolt

Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt í Noregi og á Íslandi

„Við höfum fengið frábærar viðtökur á Íslandi, bæði frá neytendum sem og verslunum og veitingastöðum. Til að bregðast við mikilli eftirspurn þá erum við búin að stækka sendingarsvæðið þannig að það þjónar meirihluta höfuðborgarsvæðisins.

Mér finnst eftirspurnin benda til að það hafi verið mikil undirliggjandi þörf fyrir hraðari og víðtækari heimsendingarþjónustu á Íslandi,“

segir Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt í Noregi og á Íslandi.

Meðal fyrirtækja sem hafa nýlega bæst í hóp þeirra sem bjóða upp á heimsendingu með Wolt eru Yuzu, TGI Fridays, Metro og Joe & the Juice, auk Bakarameistarans og Reynis bakara.

Staðir sem bjóða mat á hagstæðu verði, vinsælastir

Meðal vinsælustu veitingarstaða í Wolt appinu á Íslandi fyrsta mánuðinn eru Arabian Taste, Nings og Smass. Það sem virðist helst einkenna vinsælustu staðina í Wolt-appinu er að þeir bjóða mat á hagstæðu verði.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið