Viðtöl, örfréttir & frumraun
SAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
Veitingastaðurinn SAUÐÁ á Sauðárkróki stendur fyrir Pop up-viðburði föstudaginn 27. desember þegar matreiðslumaðurinn Kristinn Gísli Jónsson snýr heim í fjörðinn og tekur yfir eldhúsið um kvöldið.
Kristinn Gísli mun bjóða gestum upp á fjögurra rétta matseðil þar sem áhersla er lögð á hreint bragð, góð hráefni og nútímalega framsetningu. Kvöldið hefst á bleikju borinni fram með skyri, yuzu og vorlauk. Að því loknu er þorskur með vin jaune sósu, pimento d’espelette og lauk.
Aðalréttur kvöldsins er lamb með eldpipar, seljurót og jógúrt, en kvöldinu lýkur með brioche í eftirrétt ásamt te-sabayoni, vanillu og roðrunna eplum. Verð á matseðlinum er 10.990 krónur.
Kristinn hefur starfað á Michelin-veitingastaðnum Speilsalen í Þrándheimi og starfar nú á Michelin-veitingastaðnum Tollbua í sömu borg. Hann hefur náð afar góðum árangri í keppnum á ferli sínum og hreppti titilinn matreiðslunemi ársins árið 2016.
Árið 2017 vann hann til silfurverðlauna í Norrænu nemakeppninni sem haldin var í Helsinki í Finnlandi.
Þá lenti hann í öðru sæti í keppni um titilinn Kokkur ársins árið 2022 og hefur jafnframt verið meðlimur í Kokkalandsliðinu.
Árið 2019 hreppti Kristinn Gísli Jónsson fyrsta sætið í alþjóðlegu matreiðslukeppninni Team of the Year sem fram fór í Norður-Grikklandi ásamt Hinriki Lárussyni matreiðslumanni og undirstrikar árangurinn sterka stöðu hans á alþjóðavettvangi.
Borðapantanir eru teknar í síma 833-7447 og í gegnum Facebook-síðu SAUÐÁ.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






