Markaðurinn
San Pellegrino komið í dreifingu á Íslandi
Ásbjörn Ólafsson ehf. kynnir með stolti nýtt vörumerki í flokki drykkjarvara en það er hið heimsfræga vörumerki S.Pellegrino. S.Pellegrino vörumerkið og hin einkennandi græna flaska er samnefnari fyrir hið ljúfa ítalska líf. Þetta einstaka ítalska vörumerki er vel þekkt um allan heim fyrir fágun og gott bragð, en vatnið fer sérlega vel með mat og víni í hæsta klassa.
Í yfir 100 ár hefur S.Pellegrino verið á borðum þeirra sem vilja gera sérlega vel við sig í mat, drykk og í lífinu almennt. S.Pellegrino er stoltur styrktaraðili sérstakra verðlauna sem veitt eru 50 bestu veitingastöðum heims og vill með því styrkja sig enn frekar í sessi sem fyrsta flokks vara. Einnig stendur S.Pellegrino fyrir leitinni að besta unga kokkinum með keppninni S.Pellegrino Young Chef og vill þannig veita ungu hæfileikafólki tækifæri á að koma hæfileikum sínum á framfæri. Gæði, nýsköpun og stíll S.Pellegrino fellur fullkomlega að gildum og matreiðslu kokka í fremstu röð.
S.Pellegrino er reglulega í samvinnu við önnur ítölsk merki eins og Bulgari og Missioni sem einnig standa fyrir fágun og glæsileika á heimsvísu. Vörumerkið styrkir að auki tískuvikuna í Milano og kvikmyndahátíðina í Cannes og tryggir þannig sinn réttmæta sess meðal stjarnanna.
Fyrirtækið S.Pellegrino var stofnað árið 1899, og varð árið 1997 hluti af Nestlé fjölskyldunni. Vatnið sem notað er í S.Pellegrino hefur verið þekkt í yfir 620 ár eða síðan árið 1395 þegar gríðarlega stór vatnsuppspretta fannst í bænum San Pellegrino Terme. Sagan segir að árið 1509 hafi Leonardo Da Vinci heimsótt bæinn til að smakka og rannsaka þetta einstaka vatn, en lækningamáttur þess var alrómaður á Ítalíu. Rannsóknir sýna að vatnið er nánast óbreytt síðan fyrstu sýnin voru tekinn árið 1782.
Uppruni vatsins er úr þremur uppsprettum í Val Brembana við rætur ítölsku alpana. Snjór og regn síast inn í há dólómítfjöllin og það tekur vatnið um 30 ár að síast í gegnum bergið þar til það nær loksins til uppsprettanna. Neðanjarðar dregur vatnið í sig tíu mismunandi steinefni úr kalksteinum og hraunsteinum. Við framleiðsluna er svo bætt í litlu magni af kolsýru sem gerir það að verkum að loftbólurnar í S. Pellegrino eru miklu léttari og minni en í öðru kolsýrðu vatni. Til viðbótar við kolsýrða vatnið býður S.Pellegrino einnig upp á aðrar drykkjarvörur. Þar má helst nefna drykki með ávaxtabragði með hinn heimsþekkta appelsínudrykk Aranciata fremstan í flokki, tónik og engiferbjór.
San Pellegrino verður sérstaklega kynnt á Stór-Eldhússýningunni sem verður í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins á bás Ásbjarnar Ólafs.
Skoðið San Pellegrino bæklinginn hér.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni20 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka