Keppni
Samvinna Íslands og Eistlands á sviði Kokteilagerðar – Helgi Aron dómari í kokteilkeppni – Myndaveisla
Nú á dögunum fór fram 30 ára stórafmæli Barþjónaklúbbs Eistlands (EBA) ásamt landsmóti Eistlands í kokteilagerð. Helgi Aron Ágústsson, stjórnarmeðlimur Barþjónaklúbbs Íslands var meðal dómara í keppninni, en þjóðirnar hafa verið að efla samstarf sitt á vettvangi kokteila.
Þess má geta að fulltrúar Eistnenska klúbbsins komu til Íslands á Reykjavík Cocktail Weekend 2023 til þess að dæma Íslandsmeistaramót barþjóna og fleiri keppnir í kringum hátíðina.
Ásamt landsmóti Eistlands í kokteilagerð var einnig haldin önnur skemmtileg keppni í tilefni afmælisins, en þar var öllum heimsmesturum í kokteilagerð frá árunum 2000-2023 boðið til þess að koma og keppa á móti hvort öðrum.
Siguvegarinn í þeirri keppni, eða heimsmeistari heimsmeistarana var Stefen Haneder frá Austurríki. Einnig var keppt í flair. Heildarúrslit má sjá hér fyrir neðan:
Landsmót Eistlands í kokteilagerð
1. sæti – Erik Tammeleht
2. sæti – Karina Tamm
3. sæti – Aivo Pensa
Flair
1. sæti – Maksim Scmarov
2. sæti – Maksim Averjanov
3. sæti – Aleiksei Nikolavej
IBA keppni um Heimsmeistara Heimsmeistarana
1. sæti – Stefen Hander, Austurríki
2. sæti – Karina Tamm, Eistland
3. sæti – Laur Ihermann, Eistland
Ljósmyndir tók Jaanar Nikker
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s