Vertu memm

Keppni

Samvinna Íslands og Eistlands á sviði Kokteilagerðar – Helgi Aron dómari í kokteilkeppni – Myndaveisla

Birting:

þann

Samvinna Íslands og Eistlands á sviði Kokteilagerðar - Helgi Aron dómari í kokteilkeppni - Myndaveisla

Stjórn Eistnenska Klúbbsins

Nú á dögunum fór fram 30 ára stórafmæli Barþjónaklúbbs Eistlands (EBA) ásamt landsmóti Eistlands í kokteilagerð. Helgi Aron Ágústsson, stjórnarmeðlimur Barþjónaklúbbs Íslands var meðal dómara í keppninni, en þjóðirnar hafa verið að efla samstarf sitt á vettvangi kokteila.

Samvinna Íslands og Eistlands á sviði Kokteilagerðar - Helgi Aron dómari í kokteilkeppni - Myndaveisla

Helgi í góðu Stuði

Þess má geta að fulltrúar Eistnenska klúbbsins komu til Íslands á Reykjavík Cocktail Weekend 2023 til þess að dæma Íslandsmeistaramót barþjóna og fleiri keppnir í kringum hátíðina.

Ásamt landsmóti Eistlands í kokteilagerð var einnig haldin önnur skemmtileg keppni í tilefni afmælisins, en þar var öllum heimsmesturum í kokteilagerð frá árunum 2000-2023 boðið til þess að koma og keppa á móti hvort öðrum.

Samvinna Íslands og Eistlands á sviði Kokteilagerðar - Helgi Aron dómari í kokteilkeppni - Myndaveisla

Heimsmeistari heimsmeistarana Stefan Haneder

Siguvegarinn í þeirri keppni, eða heimsmeistari heimsmeistarana var Stefen Haneder frá Austurríki. Einnig var keppt í flair. Heildarúrslit má sjá hér fyrir neðan:

Landsmót Eistlands í kokteilagerð

1. sæti – Erik Tammeleht
2. sæti – Karina Tamm
3. sæti – Aivo Pensa

Flair

1. sæti – Maksim Scmarov
2. sæti – Maksim Averjanov
3. sæti – Aleiksei Nikolavej

IBA keppni um Heimsmeistara Heimsmeistarana

1. sæti – Stefen Hander, Austurríki
2. sæti – Karina Tamm, Eistland
3. sæti – Laur Ihermann, Eistland

Ljósmyndir tók Jaanar Nikker

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið