Keppni
Samvinna Íslands og Eistlands á sviði Kokteilagerðar – Helgi Aron dómari í kokteilkeppni – Myndaveisla
Nú á dögunum fór fram 30 ára stórafmæli Barþjónaklúbbs Eistlands (EBA) ásamt landsmóti Eistlands í kokteilagerð. Helgi Aron Ágústsson, stjórnarmeðlimur Barþjónaklúbbs Íslands var meðal dómara í keppninni, en þjóðirnar hafa verið að efla samstarf sitt á vettvangi kokteila.
Þess má geta að fulltrúar Eistnenska klúbbsins komu til Íslands á Reykjavík Cocktail Weekend 2023 til þess að dæma Íslandsmeistaramót barþjóna og fleiri keppnir í kringum hátíðina.
Ásamt landsmóti Eistlands í kokteilagerð var einnig haldin önnur skemmtileg keppni í tilefni afmælisins, en þar var öllum heimsmesturum í kokteilagerð frá árunum 2000-2023 boðið til þess að koma og keppa á móti hvort öðrum.
Siguvegarinn í þeirri keppni, eða heimsmeistari heimsmeistarana var Stefen Haneder frá Austurríki. Einnig var keppt í flair. Heildarúrslit má sjá hér fyrir neðan:
Landsmót Eistlands í kokteilagerð
1. sæti – Erik Tammeleht
2. sæti – Karina Tamm
3. sæti – Aivo Pensa
Flair
1. sæti – Maksim Scmarov
2. sæti – Maksim Averjanov
3. sæti – Aleiksei Nikolavej
IBA keppni um Heimsmeistara Heimsmeistarana
1. sæti – Stefen Hander, Austurríki
2. sæti – Karina Tamm, Eistland
3. sæti – Laur Ihermann, Eistland
Ljósmyndir tók Jaanar Nikker
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum