Sigurður Már Guðjónsson
Samtök ferðaþjónustunnar sektuð um 45 milljónir vegna brota á samkeppnislögum | Rannsókn hófst árið 2006
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa fallist á að greiða 45 milljónir króna í sekt vegna brota á samkeppnislögum. SAF hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem þau viðurkenna að hafa brotið gegn samkeppnislögum.
Brotin sem um ræðir fólust m.a. í að safna verðupplýsingum fyrirtækja í ferðaþjónustu á skipulegan hátt sem í þeim tilgangi að miðla þeim til aðildarfyrirtækja sinna og hvetja til hækkunar á verði og/eða viðhaldi verðs, að því er fram kemur á vefnum visir.is.
Þá hafi SAF stuðlaði að samræmdum skilmálum fyrirtækja á ferðaþjónustumarkaði. Auk þess hafi SAF aðstoðað við, og gefið út sjálf til aðildarfyrirtækja, leiðbeiningar fyrir ýmis gjöld sem fyrirtækin innheimta, t.a.m. gjald fyrir afpantanir á þjónustu.
SAF hefur einnig fallist á að gera frekari breytingar á starfsemi sinni og innleiða m.a. samkeppnisréttaráætlun sem og að tryggja að stjórnendur og starfsmenn SAF, sem og aðildarfyrirtækja samtakanna, séu ávallt að fullu upplýstir um þær kröfur sem samkeppnisreglur gera til starfsemi fyrirtækja og samtaka fyrirtækja á samkeppnismörkuðum.
Rannsókn hófst árið 2006
Rannsókn málsins hófst árið 2006 en húsleit var gerð hjá SAF í mars 2007. Rannsókn málsins lauk í desember 2013. Sáttin nær til ársins 2013 en fram til þess tíma lágu inni á vefsíðu samtakanna leiðbeiningar og reglur frá fyrri tíð varðandi viðskiptaskilmála til handa aðildarfyrirtækjum að fara eftir. Greint frá á visir.is.
Breytingar til framtíðar
Mikilvægt er að vinna gegn því að sams konar háttsemi endurtaki sig á ferðaþjónustumarkaði og stuðla þannig að virkari samkeppni til frambúðar á mikilvægum markaði. Samhliða því að viðurkenna brot og fallast á greiðslu stjórnvaldssektar vegna þess hefur SAF því einnig fallist á að gera frekari breytingar á starfsemi sinni og innleiða m.a. samkeppnisréttaráætlun sem og að tryggja að stjórnendur og starfsmenn SAF, sem og aðildarfyrirtækja samtakanna, séu ávallt að fullu upplýstir um þær kröfur sem samkeppnisreglur gera til starfsemi fyrirtækja og samtaka fyrirtækja á samkeppnismörkuðum, segir á vefnum samkeppni.is.
Ferðaþjónusta er ein af undirstöðum íslensks efnahagslífs
Það er afar mikilvægt fyrir áframhaldandi framþróun greinarinnar og efnahagslífið í heild að hún sé reist á stoðum heilbrigðrar samkeppni. Samkeppni leiðir til aukinnar skilvirkni fyrirtækja og eykur líkur á að nýir keppinautar komi inn á markaði og veiti þeim sem eru óskilvirkari samkeppni. Samkeppni býr einnig í haginn fyrir nýsköpun sem elur af sér ný atvinnutækifæri.
Á samkeppni.is kemur fram að þetta ferli leiðir síðan af sér aukna framleiðni og efnahagsframfarir. Samhliða nýtur neytandinn betra verðs, gæða og úrvals. Skilyrði þau sem sett hafa verið í ákvörðun þessari stuðla að því að áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu á Íslandi byggi á þessum forsendum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt