Vertu memm

Markaðurinn

Samlokan sem fær þig til að sleppa skyndibitastaðnum – Uppskrift

Birting:

þann

Samlokan sem fær þig til að sleppa skyndibitastaðnum - Uppskrift

Heimagert brauð sem eru ótrúlega mjúk og djúsí, fyllt með úrvali af Kjarnafæðis áleggi, fersku grænmeti og sósu. Erum við ekki alltaf að reyna að elda meira heima, fara sjaldnar á skyndibitastaði og spara svolítið?

Það er alltaf gaman að finna uppskriftir sem koma í staðinn fyrir að rjúka út og kaupa skyndibita.

Vissulega þarf að baka þessi brauð en það góða er að þau frystast afskaplega vel. Þá er um að gera að margfalda uppskriftina og eiga þau til.

Innihald

  • 1 heimabakað brauð – uppskrift fylgir hér að neðan
  • 3 stk. skinka í sneiðum frá Kjarnafæði
  • 4 stk. spægipylsa í sneiðum frá Kjarnafæði
  • 8 stk. pepperóní sneiðar frá Kjarnafæði
  • 4 stk. kjúklingaskinka í sneiðum frá Kjarnafæði
  • 5 tómatsneiðar
  • Saxað iceberg salat
  • Græn paprika í sneiðum
  • Svartar ólífur, í sneiðum
  • Gult sinnep & létt majónes, magn eftir smekk
  • Salt og pipar ef vill

Aðferð

  1. Skerið brauðið langsum og opnið það vel.
  2. Raðið kjötáleggi eftir smekk á brauðið, því næst tómatsneiðum, papriku, iceberg og ólífum.
  3. Sprautið sósunum yfir grænmetið, stráið salti og pipar yfir ef þið viljið og lokið svo samlokunni. 
  4. Skerið í tvennt og njótið!

Heimagert brauð

Innihald: Brauð

  • 350ml vatn, um 37°C heitt
  • 3 tsk þurrger
  • 2 1/2 tsk sykur
  • 1 1/2 tsk himalaya salt eða fínmalað sjávarsalt
  • 3 msk olía
  • 475g brauðhveiti+ meira ef deigið er of blautt.
  • 1-2 tsk smjör

Aðferð

  1. Setjið þurrefnin saman í hrærivélaskál og velgið vatnið í litlum potti eða í örbylgjuofni.
  2. Setjið krókinn á hrærivélina og hrærið aðeins upp í þurrefnunum áður en þið hellið vatninu rólega saman við á meðan hrærivélin vinnur á hægum hraða.
  3. Bætið olíunni út í strax á eftir vatninu.
  4. Leyfið vélinni að vinna rólega þar til deigið er komið saman. Það á að vera þannig að það klessist ekki við skálina en samt mjúkt og teygjanlegt.
  5. Ef deigið er of blautt setjið þá 1 msk. af hveiti út í í einu þar til deigið hættir að festast við skálina en er samt vel rakt. Ef hinsvegar deigið er of þurrt má bæta örlitlu vatni saman við. Hnoðið í hrærivélinni í 5-7 mín.
  6. Takið deigið úr skálinni og hnoðið það aðeins í höndunum, mótið kúlu og setjið aftur í skálina. Hefið á borði í 45 mín.
  7. Vigtið deigið og fáið út heildarþyngd. Deilið deiginu í 4 jafna hluta.
  8. Takið einn hluta af deiginu og rúllið út í ferhyrning sem er um 20x20cm. Rúllið því upp eins og ef þetta væri kanilsnúðadeig. Rúllið þá deiginu aðeins fram og aftur þar til saumurinn er alveg fastur og klípið deigið saman í endunum. Þá ætti deigrúllan að ná ca. 24cm.
  9. Endurtakið með hinar kúlurnar og gott að hafa þær sem jafnastar útlits. Þá er gott að horfa á fyrstu deigrúlluna og hafa hana til hliðsjónar.
  10. Leggið rúllurnar eða deiglengjurnar á bökunarplötuna. Mér finnst gott ef þær snertast þegar þær hefast og bakast en það er líka gott að hafa gott bil á milli, bæði betra! Ef þið setjið 4 rúllur á plötu munu þær snertast svo kannski er gott að miða við tvær og tvær á plötu ef þið viljið það síður.
  11. Stillið ofninn í 40°C undir og yfirhita. Úðið vel af vatni yfir deigið og inn í ofninn. Hefið í ofninum í 40 mín eða þar til brauðin eru orðin loftmikil og bústin.
  12. Takið brauðin út úr ofninum og hitið ofninn í 190°C undir og yfirhita. Setjið lítið form með vatni á ofngrind svo það myndist gufa í ofninum.
  13. Úðið brauðin með vatni og setjið þau í ofninn. Eftir 10 mín takið þið út vatnið og bakið áfram í 10-12 mín.
  14. Takið brauðin út og penslið örlitlu smjöri yfir þau. Færið þau á grind og leggið hreint viskastykki yfir þau. Leyfið þeim að kólna og fyllið síðan með áleggi og grænmeti.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttum og bragðgóðum uppskriftum til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið