Uppskriftir
Saltfisks-carpaccio með rauðri sósu
Forréttur fyrir 4
320 gr vel útvatnaður saltfiskur
1 sítróna
skvetta af góðri ólífuolíu
Rauð sósa
2 rauðar paprikur brenndar, afhýdd-ar og fínt saxaðar
2 tómatar afhýddir, kjarninn skorinn burt og fínt saxað
1 rauður chili, kjarninn skorinn burt,fínt saxaður
salt og pipar
skvetta af góðri ólífuolíu
½ búnt steinselja fínt söxuð
Blandið öllu saman í skál og kryddið til eftir smekk
Saltfiskurinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar og skipt niður á fjóra diska, plastfilma sett yfir og þrýstið vel niður á fiskinn með höndum og jafnið vel út.
Takið filmuna af og kreistið vel af sítrónu yfir fiskinn og skvettið olíunni yfir, síðan er fiskurinn hulinn þunnu lagi af rauðu sósunni og borinn fram með fersku salati og sítrónu.
Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari.

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata