Uppskriftir
Saltfisks-carpaccio með rauðri sósu
Forréttur fyrir 4
320 gr vel útvatnaður saltfiskur
1 sítróna
skvetta af góðri ólífuolíu
Rauð sósa
2 rauðar paprikur brenndar, afhýdd-ar og fínt saxaðar
2 tómatar afhýddir, kjarninn skorinn burt og fínt saxað
1 rauður chili, kjarninn skorinn burt,fínt saxaður
salt og pipar
skvetta af góðri ólífuolíu
½ búnt steinselja fínt söxuð
Blandið öllu saman í skál og kryddið til eftir smekk
Saltfiskurinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar og skipt niður á fjóra diska, plastfilma sett yfir og þrýstið vel niður á fiskinn með höndum og jafnið vel út.
Takið filmuna af og kreistið vel af sítrónu yfir fiskinn og skvettið olíunni yfir, síðan er fiskurinn hulinn þunnu lagi af rauðu sósunni og borinn fram með fersku salati og sítrónu.
Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Hægeldaður saltfiskur
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes