Frétt
Sala matvæla án umbúða – Neytendur komi með eigin ílát í verslun
Mikil vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að draga úr plastnotkun, ekki síst hvað varðar umbúðaplast. Hægt er að draga úr notkun einnota umbúða m.a. með sölu á matvörum án umbúða og með því að neytendur komi með eigin ílát í verslun undir þau matvæli sem ekki eru þegar innpökkuð.
Ef afgreiða á matvæli án umbúða þá þarf að gera það með þeim hætti að matvælaöryggi sé tryggt. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar til verslana og neytenda um matvæli afgreidd í ílát viðskiptavina.
Í leiðbeiningunum eru tekin saman helstu atriði sem verslanir þurfa að huga að. Hver verslun skoðar aðstæður hjá sér, metur hvort hætta getur skapast fyrir þær vörur sem í boði eru. Áður en farið er að bjóða uppá að afgreiða matvæli í ílát viðskiptavina þarf að koma upp verklagi í versluninni sem lágmarkar eða útilokar hugsanlega hættu.
Þá eru neytendum, sem vilja leggja sitt af mörkum við að draga úr notkun einnota umbúða gefin nokkur góð ráð, en þeir bera ábyrgð á öryggi þeirra íláta, sem þeir taka með í verslanir.
Leiðbeiningar Matvælastofnunar um matvæli afgreidd í ílát viðskiptavina.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var