Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sagði skilið við matreiðsluna til að gerast aðstoðar hótelstjóri
Rafn H. Ingólfsson matreiðslumeistari hefur sagt skilið við matreiðsluna, sem verið hefur hans aðalfag frá árinu 1997, og tekur Rafn núna við sem aðstoðar hótelstjóri á Hótel Varmalandi í Borgarfirði.
Rafn hefur viðamikla reynslu af veitingageiranum og stundar nú nám í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta (e. Hospitality management) við Háskólann á Hólum í Hjaltadal og mun að öllu líkindum útskrifast vorið 2023.
- Hótel Varmaland er staðsett við Varmalandsbyggðina
- Á hótelinu eru 58 endurnýjuð herbergi í skandinavískum stíl
Rafn lærði fræðin sín hjá Perlunni og á A-Hansen í Hafnarfirði og útskrifaðist þaðan árið 1997. Rafn hefur starfað hjá Veislunni, Hótel Selfossi, Bláa Lóninu svo fátt eitt sé nefnt.
Rafn var yfirmatreiðslumaður Best Western Hotel Kronjylland í Danmörku í 3 ár, var eigandi af Veitingasmiðjunni, aðstoðar hótelstjóri á Hótel Kangerlussuaq í Grænlandi, að auki slökkviliðsmaður í útkallsþjónustunni hjá Brunavörnum Árnessýslu. Útskrifaðist sem matreiðslumeistari í Hótel- og matvælaskólanum árið 2018. Rafn situr í stjórn Klúbbi Matreiðslumeistara sem ritari ásamt öðrum félagastörfum.
Hvernig kom það til að hætta í kokkinum og verða aðstoðar hótelstjóri?
„Ég hef átt þann draum síðan ég kláraði kokkinn, að fara í það nám sem ég er að klára og verða í frontinum, núna hefur námið og reynsla seinustu ára skilað því.“
Sagði Rafn H. Ingólfsson í samtali við veitingageirinn.is.

Glerveggir eru á allar hliðar veitingarstaðarins, stórar svalir til suðurs og norðurs og útsýnið hreint út sagt stórfenglegt.
Á fjórðu og efstu hæð hótelsins er hinn glæsilegi Calor veitingastaður með stórbrotið útsýni til allra átta yfir Borgarfjörðinn. Glerveggir eru á allar hliðar veitingarstaðarins, stórar svalir til suðurs og norðurs, en staðurinn býður upp á morgunverðarhlaðborð, árstíðatengdan „a la carte“ matseðil og hópamatseðil.
Kemur þú til með að taka í pönnuna á hótelinu?
„Ég á alveg eins von á að það geti gerst sé þess þörf.“
Sagði Rafn hress að lokum. Við óskum honum góðs gengis og velfarnaðar í nýju starfi,.
Myndir: úr einkasafni og hotelvarmaland.is

-
Markaðurinn6 minutes síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu