Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
Olís kynnir til leiks nýjan veitingastjóra, Rafn Heiðar Ingólfsson, sem tók við stöðunni síðla árs 2024. Rafn Heiðar kemur inn með mikla reynslu og þekkingu úr matvælageiranum, sem mun styrkja og efla veitingarekstur Olís á Íslandi.
Rafn Heiðar mun sinna innra eftirliti, aðfangastjórnun og tækjakaupum fyrir veitingarekstur Olís, ásamt því að bæta og þróa framboð veitinga á þjónustustöðvum Olís og þar með tryggja góða alhliða þjónustuupplifun fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina fyrirtækisins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Olís.
Reynsla Rafns Heiðars spannar meira en 30 ár í matvælaiðnaðinum, þar sem hann hefur starfað sem matreiðslumaður og yfirkokkur bæði hér á landi og erlendis, meðal annars í Danmörku og á Grænlandi. Frá árinu 2018 hefur hann unnið við vöruþróun og framleiðslustjórnun hjá Þykkvabæjar og Icelandic Food Company, sem framleiða tilbúna rétti fyrir íslenska markaðinn.
Auk mikillar starfsreynslu hefur Rafn Heiðar lokið BA-námi í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta (Hospitality Management) frá Háskólanum á Hólum. Frá 2014 til 2018, eftir rúmlega sex ára dvöl erlendis, starfaði hann við matreiðslu fyrir skólabörn með sérstakri áherslu á ferskleika og fjölbreytni í íslensku hráefni.
„Við erum gríðarlega spennt að fá Rafn Heiðar í okkar raðir. Reynsla hans og ástríða fyrir veitingageiranum mun skila sér í enn betri upplifun og spennandi nýjungum fyrir viðskiptavini Olís. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í teymið og hlökkum til samstarfsins,”
segir Thelma Björk Wilson, sviðsstjóri smásölusviðs hjá Olís.
Rafn Heiðar hefur rekið íslensku vefsíðuna Cuisine.is, eins og margir þekkja í veitingageiranum, en vefverslunin sérhæfir sig í sölu á hágæða matvörum frá ýmsum evrópskum framleiðendum. Á meðal vörumerkja eru Fangst, Alain Milliat og Hr. Skov. Vörulínan inniheldur meðal annars krækling, norskar sardínur, færeyskan lax, lífrænt íste, hafþyrnimarmelaði, chilikrem, sítrónukrem svo fátt eitt sé nefnt.
„Engin breyting á því, það rúllar hægt og rólega. Cuisine.is er bara gæluverkefni sem ég ætla að gefa góðan tíma.“
Sagði Rafn Heiðar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um framtíð Cuisine.is.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur