Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sætt og Salt kaupir nýjar súkkulaðivélar – “Loksins getum við farið að vaxa og dafna eftir langa bið”

Birting:

þann

Sætt og Salt súkkulaði

Nýjar súkkulaðivélar komnar í hús

Fjölskyldu fyrirtækið Sætt og Salt sem er í eigu þeirra hjóna Elsu G Borgarsdóttur og Ásgeirs Hólm, er staðsett í Eyrardal í Súðavík.

“Fyrir rúmu ári vorum við komin á sársaukamörkin varðandi framleiðslugetu vegna mikillar aðsóknar í vörur Sætt og Salt.  Á fyrstu dögum á nýju ári þá var skrefið stigið og pantaðar vélar til að við gætum tekið næsta skref, biðtími eftir þeim átti að vera 4-6 vikur en urðu að lokum 20 vikur.

En…loksins eru þær komnar í hús og ekkert því til fyrirstöðu að huga að frekari sölu og markaðsetningu.  Við erum opin fyrir öllum góðum viðskiptatækifærum en mikilvægt era ð fjölga sölustöðum, ekki þá síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem vörur okkar fast í Melabúðinni fyrir utan verslanir Rammagerðinnar.”

Sagði Elsa G Borgarsdóttir, betur þekkt sem Elsa Gugga, í samtali við veitingageirinn.is, aðspurð um nýju tækin sem keypt voru nú á dögunum.

„Loksins…loksins…eru vélarnar komnar í hús eftir 20 vikna bið sem átti að vera 4-6. Það skýrir kannski eitt og annað að verksmiðjan er à Ítalíu þar sem allt var meira og minna lamað af völdum covid-19 svo vikum skipti!!
En…jibbí…núna getum við loksins farið að vaxa og dafna eftir langa bið! Það eru spennandi tímar framundan.“

Segir í tilkynningu frá Sætt og Salt á facebook.

Elsa hefur áratuga reynslu varðandi vinnu og rekstur í bakaríi þar sem hennar sérstaða var það sem tengdist pastry og konditori.

Síðustu ár þá hafa vörur Sætt og Salt verið til sölu í Bláa Lóninu og í verslunum Rammagerðinnar og þar með talið í Leifstöð.  Eru þá ótaldir sölustaðir sem eru víða um land. Sætt og Salt hefur ávallt lagt mikla áherslu á persónuleg tengsl við hvern og einn og er vörunni fylgt eftir.

Í dag framleiðir Sætt og Salt 3 tegundir af dökku súkkulaði, 1 tegund af hvítu súkkulaði og 1 tegund af rjómasúkkulaði að viðbættum fræjum, berjum og saltflögum.  Á hátíðardögum er sérframleiðsla á hvítu súkkulaði í tengslum við jól, páska og haustið þar sem notuð eru til að mynda fersk aðalbláber í framleiðsluna.

Sætt og Salt súkkulaði

Elsa G Borgarsdóttir

Sprengja utan af sér húsnæðið

“Í dag stend ég frammi fyrir því að vera búin að sprengja utan af mér húsnæðið og er næsta skref að finna stærra.  Draumurinn er að geta sameinað framleiðsluna og gæða kaffíhús þar sem boðið verður uppá konfekt, súkkulaði og aðrar vörur úr héraði.

Við höldum tryggð við þá ímyndarsköpun sem var gerð í upphafi að framleiðsla er og mun verða handunnin.  Við erum svo heppin að vera í náinni tengingu við náttúruna, fólkið og sögu Súðavíkur.”

Sagði Elsa að lokum.

Sætt og Salt súkkulaði

Sætt og Salt súkkulaði

Myndband

Myndir: facebook / Sætt og salt súkkulaði

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið