Uppskriftir
Sætsúrar gulrófur og rauðrófur
Rauðrófur í edikslegi
Rófurnar eru þvegnar og soðnar heilar og óflysjaðar í söltu vatni. Kældar lítið eitt í soðinu og flysjaðar. Kældar og lagðar í kaldan edikslög. ½ l vatn, ½ l þynnt edik 2 ½ dl. slykur.
Borðað með steik og öðrum kjötmat og ofaná brauð.
Sætsúrar gulrófur
1 kg gulrófur
5 gr heill negull
800 gr sykur
½ l vatn
10 gr heill engifer
2 dl edik (útþynnt)
Gulrófurnar eru hreinsaðar og skornar í teninga, settar í pott, sjóðandi vatni hellt á þannig að aðeins fljóti yfir. Soðið þar til bitarnir eru hálfsoðnir. Soðið síað frá. Síðan er kryddið soðið í ½ l af soðinu í 15 mín.
Þá er edikið og sykurinn látinn saman við og soðið þar til sykurinn er uppleystur. Froðan veidd ofanaf.
Bitarnir látnir útí og soðnir þar til þeir eru meyrir, þá eru þeir færðir upp í krukku en lögurinn soðinn áfram í 10-15 min, áður en honum er hellt yfir.
Notað eins og rauðrófur.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir23 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






