Uppskriftir
Sætsúrar gulrófur og rauðrófur
Rauðrófur í edikslegi
Rófurnar eru þvegnar og soðnar heilar og óflysjaðar í söltu vatni. Kældar lítið eitt í soðinu og flysjaðar. Kældar og lagðar í kaldan edikslög. ½ l vatn, ½ l þynnt edik 2 ½ dl. slykur.
Borðað með steik og öðrum kjötmat og ofaná brauð.
Sætsúrar gulrófur
1 kg gulrófur
5 gr heill negull
800 gr sykur
½ l vatn
10 gr heill engifer
2 dl edik (útþynnt)
Gulrófurnar eru hreinsaðar og skornar í teninga, settar í pott, sjóðandi vatni hellt á þannig að aðeins fljóti yfir. Soðið þar til bitarnir eru hálfsoðnir. Soðið síað frá. Síðan er kryddið soðið í ½ l af soðinu í 15 mín.
Þá er edikið og sykurinn látinn saman við og soðið þar til sykurinn er uppleystur. Froðan veidd ofanaf.
Bitarnir látnir útí og soðnir þar til þeir eru meyrir, þá eru þeir færðir upp í krukku en lögurinn soðinn áfram í 10-15 min, áður en honum er hellt yfir.
Notað eins og rauðrófur.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






