Vertu memm

Uppskriftir

Sætsúrar gulrófur og rauðrófur

Birting:

þann

Súrsað og pikklað

Rauðrófur í edikslegi

Rófurnar eru þvegnar og soðnar heilar og óflysjaðar í söltu vatni. Kældar lítið eitt í soðinu og flysjaðar. Kældar og lagðar í kaldan edikslög. ½ l vatn, ½ l þynnt edik 2 ½ dl. slykur.

Borðað með steik og öðrum kjötmat og ofaná brauð.

Sætsúrar gulrófur

1 kg gulrófur
5 gr heill negull
800 gr sykur
½ l vatn
10 gr heill engifer
2 dl edik (útþynnt)

Gulrófurnar eru hreinsaðar og skornar í teninga, settar í pott, sjóðandi vatni hellt á þannig að aðeins fljóti yfir. Soðið þar til bitarnir eru hálfsoðnir. Soðið síað frá. Síðan er kryddið soðið í ½ l af soðinu í 15 mín.

Þá er edikið og sykurinn látinn saman við og soðið þar til sykurinn er uppleystur. Froðan veidd ofanaf.

Bitarnir látnir útí og soðnir þar til þeir eru meyrir, þá eru þeir færðir upp í krukku en lögurinn soðinn áfram í 10-15 min, áður en honum er hellt yfir.

Notað eins og rauðrófur.

Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið