Uppskriftir
Sætsúrar gulrófur og rauðrófur
Rauðrófur í edikslegi
Rófurnar eru þvegnar og soðnar heilar og óflysjaðar í söltu vatni. Kældar lítið eitt í soðinu og flysjaðar. Kældar og lagðar í kaldan edikslög. ½ l vatn, ½ l þynnt edik 2 ½ dl. slykur.
Borðað með steik og öðrum kjötmat og ofaná brauð.
Sætsúrar gulrófur
1 kg gulrófur
5 gr heill negull
800 gr sykur
½ l vatn
10 gr heill engifer
2 dl edik (útþynnt)
Gulrófurnar eru hreinsaðar og skornar í teninga, settar í pott, sjóðandi vatni hellt á þannig að aðeins fljóti yfir. Soðið þar til bitarnir eru hálfsoðnir. Soðið síað frá. Síðan er kryddið soðið í ½ l af soðinu í 15 mín.
Þá er edikið og sykurinn látinn saman við og soðið þar til sykurinn er uppleystur. Froðan veidd ofanaf.
Bitarnir látnir útí og soðnir þar til þeir eru meyrir, þá eru þeir færðir upp í krukku en lögurinn soðinn áfram í 10-15 min, áður en honum er hellt yfir.
Notað eins og rauðrófur.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






