Uppskriftir
Sætsúrar gulrófur og rauðrófur
Rauðrófur í edikslegi
Rófurnar eru þvegnar og soðnar heilar og óflysjaðar í söltu vatni. Kældar lítið eitt í soðinu og flysjaðar. Kældar og lagðar í kaldan edikslög. ½ l vatn, ½ l þynnt edik 2 ½ dl. slykur.
Borðað með steik og öðrum kjötmat og ofaná brauð.
Sætsúrar gulrófur
1 kg gulrófur
5 gr heill negull
800 gr sykur
½ l vatn
10 gr heill engifer
2 dl edik (útþynnt)
Gulrófurnar eru hreinsaðar og skornar í teninga, settar í pott, sjóðandi vatni hellt á þannig að aðeins fljóti yfir. Soðið þar til bitarnir eru hálfsoðnir. Soðið síað frá. Síðan er kryddið soðið í ½ l af soðinu í 15 mín.
Þá er edikið og sykurinn látinn saman við og soðið þar til sykurinn er uppleystur. Froðan veidd ofanaf.
Bitarnir látnir útí og soðnir þar til þeir eru meyrir, þá eru þeir færðir upp í krukku en lögurinn soðinn áfram í 10-15 min, áður en honum er hellt yfir.
Notað eins og rauðrófur.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum