Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Rugl flottir réttir á PopUp viðburði Hákons – Myndir

Birting:

þann

Hákon Már Örvarsson

Hákon Már Örvarsson

Í gær opnaði Hótel Holt dyr sínar aftur fyrir matargesti í aðdraganda jóla og býður nú upp á glæsilegan PopUp viðburð þar sem einn fremsti matreiðslumaður landsins, Hákon Már Örvarsson töfrar fram glæsilegan matseðil.

Sjá einnig: Hákon Már býður til veislu í aðdraganda jóla

Klárlega PopUp sem allir sælkerar ættu ekki að láta fram hjá sér fara, en þessi viðburður verður haldinn næstu fjórar helgar í röð og fyrsta var eins og fram hefur komið í gærkvöldi. Opið er fyrir gesti fimmtudags, föstudags og laugardagskvöld og í hádeginu fimmtudaga og föstudaga fram til 17. desember.

Borðapantanir á Dineout.is hér.

Myndir

Með fylgja myndir frá fyrsta PopUp viðburðinum í gærkvöldi:

PopUp - Hákon Már - Hótel Holt

Bleikjutartar, styrjukavíar, avocado-nordic wasabi krem, sýrður rjómi, engiferolía og stökkt quinoa.
Vínpörun: Cantina Girlan Platt & Riegl Pinot Bianco 2021

PopUp - Hákon Már - Hótel Holt

Andalifur „foie gras“ og andalæri confit,-mósaik terrine. Hátíðarkryddað granatepla og roðarunna eplachutney, ristað Brioche brauð.
Vínpörun: Chateau Doisy Védrines 2016

PopUp - Hákon Már - Hótel Holt

Steikt fersk hörpuskel í trufflusmjöri, blómkálsmauk og heslihnetur.
Vínpörun: Ca’ del Baio Chardonnay Sermine 2021

PopUp - Hákon Már - Hótel Holt

Innbakað dádýrafille Wellington, rauðvínssósa með dökku súkkulaði, kartöflumauk, gljáð rósakál, fíkjur og rifsber.
Vínpörun: Camille Giroud Santeney MAGNUM 2018

PopUp - Hákon Már - Hótel Holt

Ofnsteiktur skötuselur á beini, salvía, kapers- valhnetu beurre noisette.
Ásamt nauta osso bucco ravioli í eigin sósu og rótargrænmeti.
Vínpörun: G. D. Vajra Barbera d’ Alba 2021

PopUp - Hákon Már - Hótel Holt

Riz a´la mande vanillu hrísgrjónabúðingur, hvít súkkulaði sabayon sósa, ristaðar möndlur, mandarínur og mandarínuískrap.
Vínpörun: G. D. Vajra Moscato D´asti

Matseðilinn í heild sinni er hægt að lesa með því að smella hér.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið