Keppni
Róbert Demirev í 13. sæti í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna – Hlaut sérstaka viðurkenningu – Myndbönd
Nú liggja fyrir úrslit í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna 2021. Íslenski keppandinn, Róbert Demirev, lenti í 13. sæti í aðalkeppninni en Ólympíuverðlaunin að þessu sinni hreppti matreiðsluneminn Lee Maan Ki frá Hong Kong.
Keppendum sem lentu í 11.-20. sæti í aðalkeppninni var boðið að taka þátt í sérstakri „Plate Trophy“ keppni þar sem eldaður var einn réttur. Róbert endaði í 2.-3. sæti í þeirri keppni en aðeins voru veitt ein verðlaun og hlaut þau nemi frá Búlgaríu.
Hlaut sérstaka viðurkenningu
Auk „stóru“ verðlaunanna tveggja voru veittar viðurkenningar í ýmsum flokkum og fékk Róbert sérstaka viðurkenningu (Ambassador Award) fyrir ritgerð sína um það hvers vegna hann ákvað að læra matreiðslu. Einnig fengu Róbert og Ægir Friðriksson, kennari og þjálfari Róberts, viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award).

Róbert og Ægir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award)
Skilyrði fyrir þátttöku í keppninni er að viðkomandi sé enn í námi og á aldursbilinu 18- 24 ára. Vegna aðstæðna hafa skólarnir heimild til að tilnefna tvo varamenn ef skyndileg veikindi kynnu að koma upp og urðu nemarnir Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðgeir Ingi Steindórsson fyrir valinu.
Myndbönd
Hægt er að nálgast lokaathöfn Ólympíukeppninnar hér en viðurkenningar Róberts og Ægis má sjá á mínútum 39:00 og 46:00:
Hápunktar frá keppninni:
Kynning á Íslenska liðinu:
Sjá einnig:
Róbert Zdravkov keppir í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt3 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort