Markaðurinn
Rjómakennt spaghettí bolognese
Hér er á ferðinni ekta haustmatur sem hentar fyrir unga sem aldna. Bolognese er kærkomin tilbreyting frá klassísku hakk og spaghettí og rjóminn setur hér punktinn algjörlega yfir I-ið.
Fyrir um 5 manns
- 450 g spaghettí
- 700 g nautahakk
- 1 stór gulrót
- 1 laukur
- 3 hvítlauksrif
- 4 msk. tómat paste
- 400 g hakkaðir tómatar (í dós)
- 100 ml pastavatn
- 2 msk. fljótandi nautakraftur
- 1 tsk. þurrkuð basilíka
- 1 msk. oregano krydd
- 150 ml rjómi frá Gott í matinn
- Salt og pipar eftir smekk
- Ólífuolía til steikingar
- Meðlæti: parmesanostur og hvítlauksbrauð
Aðferð:
- Saxið laukinn smátt og rífið gulrót og hvítlauk niður með fínu rifjárni.
- Steikið hakk og lauk á pönnu, kryddið eftir smekk. Þegar það er að verða tilbúið má bæta gulrót og hvítlauk saman við og steikja við meðalhita aðeins lengur eða þar til það mýkist.
- Sjóðið á meðan spaghettí al dente í vel söltu vatni.
- Takið 100 ml af pastavatninu á meðan spagettíið sýður, bætið á pönnuna með hakkinu ásamt tómat paste, hökkuðum tómötum, nautakrafti, basilíku og oregano, leyfið að malla aðeins (10-15 mín).
- Í lokin bætið þið rjómanum saman við og smakkið til með kryddum, setjið síðan spaghettí saman við og blandið varlega saman við.
- Njótið með parmesan osti og hvítlauksbrauði.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit