Markaðurinn
Rjómakennt spaghettí bolognese
Hér er á ferðinni ekta haustmatur sem hentar fyrir unga sem aldna. Bolognese er kærkomin tilbreyting frá klassísku hakk og spaghettí og rjóminn setur hér punktinn algjörlega yfir I-ið.
Fyrir um 5 manns
- 450 g spaghettí
- 700 g nautahakk
- 1 stór gulrót
- 1 laukur
- 3 hvítlauksrif
- 4 msk. tómat paste
- 400 g hakkaðir tómatar (í dós)
- 100 ml pastavatn
- 2 msk. fljótandi nautakraftur
- 1 tsk. þurrkuð basilíka
- 1 msk. oregano krydd
- 150 ml rjómi frá Gott í matinn
- Salt og pipar eftir smekk
- Ólífuolía til steikingar
- Meðlæti: parmesanostur og hvítlauksbrauð
Aðferð:
- Saxið laukinn smátt og rífið gulrót og hvítlauk niður með fínu rifjárni.
- Steikið hakk og lauk á pönnu, kryddið eftir smekk. Þegar það er að verða tilbúið má bæta gulrót og hvítlauk saman við og steikja við meðalhita aðeins lengur eða þar til það mýkist.
- Sjóðið á meðan spaghettí al dente í vel söltu vatni.
- Takið 100 ml af pastavatninu á meðan spagettíið sýður, bætið á pönnuna með hakkinu ásamt tómat paste, hökkuðum tómötum, nautakrafti, basilíku og oregano, leyfið að malla aðeins (10-15 mín).
- Í lokin bætið þið rjómanum saman við og smakkið til með kryddum, setjið síðan spaghettí saman við og blandið varlega saman við.
- Njótið með parmesan osti og hvítlauksbrauði.
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir13 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu







