Markaðurinn
Rjómakennt spaghettí bolognese
Hér er á ferðinni ekta haustmatur sem hentar fyrir unga sem aldna. Bolognese er kærkomin tilbreyting frá klassísku hakk og spaghettí og rjóminn setur hér punktinn algjörlega yfir I-ið.
Fyrir um 5 manns
- 450 g spaghettí
- 700 g nautahakk
- 1 stór gulrót
- 1 laukur
- 3 hvítlauksrif
- 4 msk. tómat paste
- 400 g hakkaðir tómatar (í dós)
- 100 ml pastavatn
- 2 msk. fljótandi nautakraftur
- 1 tsk. þurrkuð basilíka
- 1 msk. oregano krydd
- 150 ml rjómi frá Gott í matinn
- Salt og pipar eftir smekk
- Ólífuolía til steikingar
- Meðlæti: parmesanostur og hvítlauksbrauð
Aðferð:
- Saxið laukinn smátt og rífið gulrót og hvítlauk niður með fínu rifjárni.
- Steikið hakk og lauk á pönnu, kryddið eftir smekk. Þegar það er að verða tilbúið má bæta gulrót og hvítlauk saman við og steikja við meðalhita aðeins lengur eða þar til það mýkist.
- Sjóðið á meðan spaghettí al dente í vel söltu vatni.
- Takið 100 ml af pastavatninu á meðan spagettíið sýður, bætið á pönnuna með hakkinu ásamt tómat paste, hökkuðum tómötum, nautakrafti, basilíku og oregano, leyfið að malla aðeins (10-15 mín).
- Í lokin bætið þið rjómanum saman við og smakkið til með kryddum, setjið síðan spaghettí saman við og blandið varlega saman við.
- Njótið með parmesan osti og hvítlauksbrauði.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Nemendur & nemakeppni10 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum