Uppskriftir
Ris á la mande
Fyrir tíu manns.
2 L mjólk
400 g grautargrjón
1 vanillustöng
100 g hvítt súkkulaði
20 g smjör
500 ml rjómi
150 g flórsykur
Ristaðar möndluflögur
Aðferð:
Sjóðið grjónin og vanillustöngina í mjólkinni, setjið svo hvítsúkkulaði og smjör út í og blandið vel saman svo það bráðni saman við, kælið svo grjónin.
Þegar grjónin eru orðin köld, léttþeytið þá rjómann og blandið honum út í ásamt flórsykri. Ristið möndlurnar og stráið þeim svo yfir.
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi Sjávargrillsins.

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði