Uppskriftir
Ris á la mande
Fyrir tíu manns.
2 L mjólk
400 g grautargrjón
1 vanillustöng
100 g hvítt súkkulaði
20 g smjör
500 ml rjómi
150 g flórsykur
Ristaðar möndluflögur
Aðferð:
Sjóðið grjónin og vanillustöngina í mjólkinni, setjið svo hvítsúkkulaði og smjör út í og blandið vel saman svo það bráðni saman við, kælið svo grjónin.
Þegar grjónin eru orðin köld, léttþeytið þá rjómann og blandið honum út í ásamt flórsykri. Ristið möndlurnar og stráið þeim svo yfir.
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi Sjávargrillsins.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum