Uppskriftir
Ris á la mande
Fyrir tíu manns.
2 L mjólk
400 g grautargrjón
1 vanillustöng
100 g hvítt súkkulaði
20 g smjör
500 ml rjómi
150 g flórsykur
Ristaðar möndluflögur
Aðferð:
Sjóðið grjónin og vanillustöngina í mjólkinni, setjið svo hvítsúkkulaði og smjör út í og blandið vel saman svo það bráðni saman við, kælið svo grjónin.
Þegar grjónin eru orðin köld, léttþeytið þá rjómann og blandið honum út í ásamt flórsykri. Ristið möndlurnar og stráið þeim svo yfir.
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi Sjávargrillsins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?