Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Ríkið tekur 83% af verði léttvínskassans

Birting:

þann

Áfengisskattar

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar hækkar áfengisgjald, sem framleiðendum og innflytjendum áfengis er gert að greiða, um 2,5% um áramótin. Hæstu áfengisskattar í Evrópu hækka því enn. Félag atvinnurekenda hefur tekið saman nýjar tölur um hlutdeild ríkisins í útsöluverði áfengis í Vínbúðum ÁTVR miðað við þessa breytingu.

Farin var sú leið að þessu sinni að taka ekki stikkprufur af einstökum vörum, heldur reikna út meðalverð á öllum eftirfarandi vörum í Vínbúðinni: Þriggja lítra kassa af léttvíni, 750 ml léttvínsflösku, eins lítra vodkaflösku og 500 ml bjórdós. Áfengisprósentur í samanburðinum eru sömuleiðis meðaltöl.

Auk áfengisgjaldsins rennur álagning ÁTVR, skilagjald af umbúðum og virðisaukaskattur á áfengi til ríkisins. Af umbúðum kassavíns er ekki greitt skilagjald, segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda.

Eins og sjá má á myndunum hér að neðan sem birtar voru á vefnum atvinnurekendur.is, hækkar hlutdeild ríkisins í verði léttvínskassa úr 81,6% í ár upp í 83,1% á næsta ári ef hækkun áfengisgjaldsins, upp á rúmlega 92 krónur, gengur eftir.

Af verði meðal-léttvínsflöskunnar renna 65,1% til ríkisins á næsta ári í stað 64,1% á þessu ári. Skýringin á því að áfengisgjald er mun hærri hluti útsöluverðs léttvínskassa en léttvínsflösku er að hér er um meðaltöl að ræða og kassavínin eru að jafnaði ódýrari vín en þau sem sett eru á flöskur. Áfengisgjaldið leggst mun þyngra á ódýrari vín, sem almenningur leyfir sér fremur að kaupa, en þau dýrari af því að gjaldið miðast við áfengisinnihald en ekki innkaupsverð vörunnar.

Þegar horft er á vodkaflöskuna hækkar hlutdeild ríkisins í útsöluverðinu úr 92,3% í ár í 94,1% á næsta ári. Af verði bjórdósarinnar tekkur ríkið í dag 76,6% en á næsta ári 77,8% ef hækkun áfengisgjaldsins nær fram að ganga. Í öllum tilvikum tekur íslenska ríkið til sín drjúgan meirihluta af verði vörunnar.

Áfengisskattar

Áfengisskattar

Myndir: atvinnurekendur.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið