Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Reykr er nýr veitingastaður í Hveragerði
Í Hveragerði var nýlega opnaður veitingastaðurinn Reykr sem er staðsettur við hótelið Frost og Funa. Umhverfið er dásamlegt og víða má sjá heita gufuna stíga úr jörðu.
„Þetta er alveg nýr staður. Hann heitir Reykr en það er gömul norsk íslenska. Ég opnaði sjöunda maí og hef fengið slatta af hópum, en hér er opið alla daga milli sex og níu.“
Segir kokkurinn Jón Aron Sigmundsson. í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um veitingastaðinn hér. Jón Aron segir hótelgesti einnig geta keypt sér gistingu sem fylgi þriggja rétta máltíð og hefur það mælst vel fyrir.
Jón Aron hefur starfað á Þremur Frökkum, Sjávargrillinu, Fiskfélaginu, Matarkjallaranum svo fátt eitt sé nefnt.
Flottur matseðill og ekki mikið flækjustig á matseðlinum, fáir og góðir réttir. Staðurinn leggur áherslu á eldun með jarðhita (hveraeldun) og býður upp á staðbundið hráefni.
Forréttir
Kremuð fiskisúpa
Timian, Skarkoli, Rækja, rjómi
2.190 kr
*
Skarkoli
Sýrt sellerí, kræklingur, löjrom, fiskroð
2.390 kr
*
Grafin ær
Rauðróar, mandla, stjörnu anis, eggjarauða
2.490 kr
*
Reykt ýsa
Jarðepli, skyr, brennt smjör
2.390 kr
Aðalréttir
Lamb
Rabarbari, sveppur, skyr, jarðepli
4.690 kr
*
Saltfiskur
Kjúklingagljái, rófa, sítrónugras, fjallagras
3.890 kr
*
Lax
Kræklingur, grænkál, jerúsalem ætiþistill, sýrð epli
3.890 kr
*
Hrefnusteik
Nautagljái, sveppur, rósmarin, jerúsalem ætiþistill
4.690 kr
*
Naut
Béarnaise, sveppur, jerúsalem ætiþistill
5.890 kr
Eftirréttir
Kleina
Kardimomma, karamella, sítróna
1.890 kr
*
Skyr
Lakkrís, bláber
1.890 kr
*
Súkkulaði
Jarðaber, pistasíur, marengs
1.990 kr
Myndir: reykr.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin