Markaðurinn
„Pop-up“ verslunarrými á einum fjölfarnasta stað Íslands
Isavia leitar eftir rekstraraðilum sem sjá tækifæri í tímabundnum rekstri (Pop-up) á Keflavíkurflugvelli. Tækifærið einskorðast ekki við sölu á áþreifanlegri vöru því einnig er horft til fræðslu, upplifunar eða jafnvel leiktækja á svæðinu.
Opið er fyrir umsóknir fyrir tækifæri á tímabilinu frá apríl 2023 til ársloka 2028 og miðað er við að hvert tækifæri vari í 1 – 12 mánuði. Hámarkslengd hvers tækifæris er þó 23 mánuðir. Þar sem samningar eru til styttri tíma eru þeir án útboðs og heildarferlið einfalt.
Allar hugmyndir verða skoðaðar en sérstaklega er leitað af hugmyndum sem eru einfaldar í uppsetningu. Hægt er að fá aðgengi að rafmagni á öllum stöðum, aðgengi að heitu og köldu vatni ásamt niðurfalli er mjög takmarkað og einskorðast við ákveðnar staðsetningar, ekki er hægt að veita aðgengi hugmynda sem krefjast útsogs.
Umsækjendur verða boðnir í viðtöl eftir þörfum til að fylgja eftir umsóknum sínum. Við val á viðsemjendum verður horft til þess að aðilar í tímabundnum rekstri auki við fjölbreytni í þjónustu á svæðinu. Sérstaklega verður horft til aðila sem geta boðið uppá tengingu við íslenska menningu ásamt hverskonar upplifun fyrir farþega. Litið er þó til annara þátta við val á umsækjendum t.d. tekjumöguleika.
Forsendur og kröfur
Samstarfið byggir á auglýsingu viðskiptatækifærisins, viðræðum aðila og undirrituðum samningi aðila.
- Samningstími: 1-12 mánuðir sem endar 2028.
- Leyfi: Rekstraraðili skal vera með tilskilin leyfi sem þarf til reksturs og hafa staðið í skilum á öllum opinberum gögnum og gjöldum.
- Staðsetning á flugstöð: Flest svæði verða í brottfarasal verslana og veitinga þar sem allir brottfarafarþegar og hluti tengifarþega fara í gegn. Hægt er að skoða útfærslu á öðrum staðsetningum eins og innritunarsvæði, komusvæði eða landamærasal.
- Aðstöðusköpun og búnaður: Umræða fer fram milli samningsaðila um útfærslur á einingum. Möguleiki er á aðgengi í vatn og rafmagn ef þess er þörf, þó mismunandi eftir staðsetningu.
Í umsókn skal taka fram eftirfarandi:
- Lýsing á „Pop-up“ hugmynd.
- Fjöldi fermetra sem óskað er eftir.
- Óskastaðsetning í flugstöð.
- Lýsing á aðstöðu sem hugmyndin þarfnast, gott að fá myndir ef til staðar.
- Er þörf á vatni, niðurfalli eða rafmagni.
- Aðrar upplýsingar sem umsóknaraðila þykir vert að koma á framfæri.
- Óska tímasetning, upphaf og lengd.
Umsóknir og fyrirspurnir:
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á viðskiptastjóra verslana og veitinga. Leitast verður eftir að svara fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.
Sigurður Hansen
[email protected]
Viðskiptastjóri veitinga / Key Account Manager
Inga Rós Reynisdóttir
[email protected]
Viðskiptastjóri verslana / Key Account Manager

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.