Starfsmannavelta
Pizzastaðurinn Spaðinn lokar í Hafnarfirði

Spaðinn í Kópavogi.
Spaðinn opnaði sitt annað útibú í Hafnarfirði, en fyrsti staðurinn opnaði á Dalvegi 32b í Kópavogi í maí 2020.
Pizzastaðurinn Spaðinn hefur lokað útibúi sínu við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Þetta staðfesti Þórarinn Ævarsson bakari og framkvæmdarstjóri Spaðans, við Fréttablaðið.
Þórarinn segir að þeir hafi skellt í lás í lok apríl, en ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um hvað skuli gera í framhaldinu.
„Þetta gekk verr en við áttum von á, en við vorum búin að reyna þetta í eitt og hálft ár. Eins ömurlegt og það er, þá er einfaldlega bara betra að loka en að vera í þeim rekstri eins og þetta leit út,“
segir Þórarinn í samtali við Fréttablaðið sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / Spaðinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.