Vertu memm

Frétt

„Pizza 67 skuldar milljónir í laun og launatengd gjöld“, segir fyrrverandi starfsmaður

Birting:

þann

Langirimi 21

Langirimi 21.
Pizza 67 er staðsett við Grensásveg 10 og Langirima 21 í Reykjavík

„Ég og sambýliskonan mín höfum þurft að ganga í gengum helvíti vegna þess að ég fékk ekki laun,“ segir Einar Hrafn Björnsson, fyrrum starfsmaður Pizza 67 en hann segir segir fyrirtækið skulda sér um 950 þúsund krónur í laun frá því í sumar og í haust. Upphæðin sé nú komin í innheimtuferli hjá VR. Hann gagnrýnir að fyrirtækið færi út kvíarnar og opni nýjan stað á meðan það skuldi starfsfólki laun og hafi þar að auki ekki greitt lífeyris né verkalýðsfélagagreiðslur. Einn eigenda P67, sem rekur pitsastaði Pizza 67 segist eiga von á afkoma fyrirtækisins muni batna í desembermánuði og lofar að allir starfsmenn fái greitt að fullu, að því er fram kemur á vefnum dv.is.

Einar vekur athygli á málinu á facebooksíðu sinni þar sem hann segist hafa hafið störf hjá fyrirtækinu í júní, og hjálpað til við að opna nýjan stað á Grensásvegi. „Ég vann eins og skeppna allt sumarið, setti upp tölvukerfi, var vaktstjóri og sá um flest öll skrifstofustörf fyrir utan bókhald. All gekk þetta vel þangað til að það átti að borga út laun 1 júlí en þá gekk þeim illa að borga út laun. Ég gerði mér grein fyrir því að það gætu komið upp vandamál þegar fyrirtæki stækkar svona mikið á stuttum tíma. Ég hélt áfram að vinna hjá P67 ehf í góðri trú að þessi vandamál myndu leysast þegar liði á sumarið en svo var ekki.“

„Ég hætti störfum í byrjun október þegar ég átti inni hjá fyritækinu eins og hálfsmánaðar laun ásamt hluta launa minna síðan í byrjun sumars. Ég fór með launakröfu mína í VR og kom það í ljós að P67 ehf hefur ekki greitt neitt í lífeyrissjóði og verkalýsfélög í raun frá stofnun fyrirtækisins í desember 2014. Krafa mín hjá VR er um 950 þús með lífeyrissjóði og verkalýðsfélagi og hefur VR sent 1 innheimtubréf og 1 ítrekurarbréf á félagið sem hefur ekki verið svarað. Krafa mín fer í löginheimtu á morgun en ég hef litla trú að það geri nokkur. Ég veit fyrir víst að það eru hátt í 10 aðrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem eiga laun inni hjá P67 ehf sem þeir hunsa bara,“ heldur Einar áfram.

„Ég og sambýliskonan mín höfum þurft að ganga í gengum helvíti vegna þess að ég fékk ekki laun og þurfum við ma að fá lán til þess að bókhald okkar gengi upp með tilheyrandi kostnaði. Ég á við hjartasjúkdóm að stríða sem allir 3 eigendur P67 ehf vissu en samt sem áður er þeim alveg sama þó ég sé að farast úr kvíða.“

Þá gagnrýnir Einar að Pizza 67 sé ennþá opið þrátt fyrir að skulda milljónir í laun og milljónir í launatengd gjöld. „Þeir bera alltaf við að það gangi betur í næsta mánuði og fá ungu starfsmennina sína til að halda áfram að vinna þar sem þau eru ma. hrædd við að fá ekki greitt ef þau hætta.“

Í samtali við Vísi segir Anton Traustason, einn eigendi P67, sem rekur pitsastaði Pizza 67 að taka muni tíma að greiða núverandi starfsmönnum laun: „Hann var fullkomlega meðvitaður um þetta og vissi alveg að það var verið að berjast við að taka að sér stórt verkefni sem var miklu dýrara en við ætluðum okkur í upphafi og hann fær sína peninga, þetta bara tekur tíma að rétta þetta af.“

Þá bætir hann því við að desember sé stærsti mánuður ársins í skyndibitageiranum. Því búist hann við að afkoman muni batna á næstunni.

Þá segir Anton í samtali við mbl að dýrt hafi verið að koma staðnum á Grensásvegi á laggirnar og því hafi orðið tafir á skuldauppgjöri. Hann segist ósáttur við að Einar skuli rakka fyrirtækið niður á opinberum vettvangi. „ Það er verið að vinna í þessu og rétta hlutina af og enginn er að fara að tapa neinu. Það sem ég skil ekki í þessu er að fólk skuli halda að það hjálpi fyrirtækinu að rakka það niður. Að það hjálpi þeim að fá launin greidd.“

 

Mynd: skjáskot af google korti.

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið