Uppskriftir
Píta með buffi og grænmeti
Pítubrauðið er auðvelt að baka en það má líka stytta sér leið og kaupa það tilbúið út úr búð.
Pítusósa
2 dl grísk jógúrt
1-2 greinar fersk mynta
1 tsk. púðursykur
7–10 cm af agúrku
2-3 tsk. hunang
1 hvítlauksrif
1 tsk. salt
Smá pipar
Aðferð
Gúrkan er skorin í smáa bita, öllu blandað saman, kryddað til. Kælt í ísskáp þar til pítan er borin fram.
Lambabuff
400 g lambahakk
1 laukur
1 rauð paprika
2-3 hvítlauksrif
½ meðalsterkur rauður chili.
söxuð steinselja
1 tsk. kúmmin
2-3 tsk. túrmerik
Salt og pipar
Aðferð
Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku. Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman. Búið til buff og steikið á pönnu þar til þau eru elduð í gegn. Passið þó að ofsteikja ekki. Líka tilvalið að grilla.
Borið fram með pítubrauði, agúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, sýrðum rjóma og fersku salati.
Upplagt að grilla lauk, blómkál, tómat eða papriku sem meðlæti.
Hægt er að nota þessa uppskrift í Pítubrauð, en hafið þá brauðin þykkari og sleppið kryddi.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF