Uppskriftir
Píta með buffi og grænmeti
Pítubrauðið er auðvelt að baka en það má líka stytta sér leið og kaupa það tilbúið út úr búð.
Pítusósa
2 dl grísk jógúrt
1-2 greinar fersk mynta
1 tsk. púðursykur
7–10 cm af agúrku
2-3 tsk. hunang
1 hvítlauksrif
1 tsk. salt
Smá pipar
Aðferð
Gúrkan er skorin í smáa bita, öllu blandað saman, kryddað til. Kælt í ísskáp þar til pítan er borin fram.
Lambabuff
400 g lambahakk
1 laukur
1 rauð paprika
2-3 hvítlauksrif
½ meðalsterkur rauður chili.
söxuð steinselja
1 tsk. kúmmin
2-3 tsk. túrmerik
Salt og pipar
Aðferð
Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku. Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman. Búið til buff og steikið á pönnu þar til þau eru elduð í gegn. Passið þó að ofsteikja ekki. Líka tilvalið að grilla.
Borið fram með pítubrauði, agúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, sýrðum rjóma og fersku salati.
Upplagt að grilla lauk, blómkál, tómat eða papriku sem meðlæti.
Hægt er að nota þessa uppskrift í Pítubrauð, en hafið þá brauðin þykkari og sleppið kryddi.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala