Bocuse d´Or
Paul Bocuse látinn
Innanríkisráðherra Frakklands Gérard Collomb tilkynnti á twitter síðu sinni í morgun að Paul Bocuse væri látinn, 91. árs að aldri.
Það þarf vart að kynna Paul Bocuse, en honum er best líst örlátum og lífsglöðum manni sem tileinkaði líf sitt franskri matargerð.
Eins og flestir vita, þá er Paul Bocuse franskur matreiðslumaður sem er þekktur fyrir hágæða franska matargerð og lúxusveitingastaðinn L’Auberge du Pont de Collonges nærri Lyon. Staðurinn er með þrjár Michelin-stjörnur. Hann lærði hjá Eugénie Brazier og er einn af þeim frönsku matreiðslumönnum sem kenndir eru við nouvelle cuisine eða „nýju frönsku matargerðina“.
Alþjóðlega matreiðslukeppnin Bocuse d’Or sem haldin er í Lyon á tveggja ára fresti er kennd við hann. Hann átti sjálfur þátt í stofnun keppninnar árið 1987.
Mynd: bocuse.fr

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni