Vertu memm

Bocuse d´Or

Paul Bocuse látinn

Birting:

þann

Paul Bocuse

Paul Bocuse

Innanríkisráðherra Frakklands Gérard Collomb tilkynnti á twitter síðu sinni í morgun að Paul Bocuse væri látinn, 91. árs að aldri.

Það þarf vart að kynna Paul Bocuse, en honum er best líst örlátum og lífsglöðum manni sem tileinkaði líf sitt franskri matargerð.

Eins og flestir vita, þá er Paul Bocuse franskur matreiðslumaður sem er þekktur fyrir hágæða franska matargerð og lúxusveitingastaðinn L’Auberge du Pont de Collonges nærri Lyon. Staðurinn er með þrjár Michelin-stjörnur. Hann lærði hjá Eugénie Brazier og er einn af þeim frönsku matreiðslumönnum sem kenndir eru við nouvelle cuisine eða „nýju frönsku matargerðina“.

Alþjóðlega matreiðslukeppnin Bocuse d’Or sem haldin er í Lyon á tveggja ára fresti er kennd við hann. Hann átti sjálfur þátt í stofnun keppninnar árið 1987.

 

Mynd: bocuse.fr

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið