Viðtöl, örfréttir & frumraun
Páskaegg fyrir sanna sælkera – Handgerð páskaegg
Það styttist í sölu á handgerðu páskaeggjunum hjá frönsku kökuversluninni Sweet Aurora, en salan hefst 15. mars. næstkomandi.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þessi súkkulaðiegg og eru páskaeggin handgerð og hönnuð af ástúð og natni,“
sagði Aurore Pélier Cady eigandi Sweet Aurora í samtali við veitingageirinn.is.
Páskaeggið kostar 5.500 kr. og er mælt með því að panta fyrir fram, en allar upplýsingar um páskaeggin er hægt að nálgast á vef verslunarinnar hér.
Kökuverslunin Sweet Aurora er staðsett í kjallarahúsnæði við Bergstaðastræti 14 í Reykjavík.
Um Aurore Pélier
Aurore Pélier Cady er franskur pastry chef, en hún lærði fræðin sín í heimsþekkta skólanum Institut Paul Bocuse og starfaði í meira en áratug á flottum hótelum og veitingastöðum í París, á borð við Hotel George V eða KL Patisserie svo fátt eitt sé nefnt.
Árið 2019 ákvað Aurore að flytja til Íslands, en hún hefur t.a.m. starfað hjá Slippnum í Vestmannaeyjum, Vox á Hilton hótelinu, íslenska Michelin veitingastaðnum Dill, en Gísli Matt og Gunni Kalli kenndu Aurore meðal annars allt um íslenskar jurtir og hvernig á að nota þær í matargerð.
Meðfylgjandi myndir tók franski ljósmyndarinn Kevin Pages.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir