Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Páskaegg fyrir sanna sælkera – Handgerð páskaegg

Birting:

þann

Það styttist í sölu á handgerðu páskaeggjunum hjá frönsku kökuversluninni Sweet Aurora, en salan hefst 15. mars. næstkomandi.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þessi súkkulaðiegg og eru páskaeggin handgerð og hönnuð af ástúð og natni,“

sagði Aurore Pélier Cady eigandi Sweet Aurora í samtali við veitingageirinn.is.

Páskaeggið kostar 5.500 kr. og er mælt með því að panta fyrir fram, en allar upplýsingar um páskaeggin er hægt að nálgast á vef verslunarinnar hér.

Sweet Aurora Reykjavík

Kökuverslunin Sweet Aurora

Kökuverslunin Sweet Aurora er staðsett í kjallarahúsnæði við Bergstaðastræti 14 í Reykjavík.

Um Aurore Pélier

Sweet Aurora Reykjavík

Aurore Pélier Cady

Aurore Pélier Cady er franskur pastry chef, en hún lærði fræðin sín í heimsþekkta skólanum Institut Paul Bocuse og starfaði í meira en áratug á flottum hótelum og veitingastöðum í París, á borð við Hotel George V eða KL Patisserie svo fátt eitt sé nefnt.

Árið 2019 ákvað Aurore að flytja til Íslands, en hún hefur t.a.m. starfað hjá Slippnum í Vestmannaeyjum, Vox á Hilton hótelinu, íslenska Michelin veitingastaðnum Dill, en Gísli Matt og Gunni Kalli kenndu Aurore meðal annars allt um íslenskar jurtir og hvernig á að nota þær í matargerð.

Meðfylgjandi myndir tók franski ljósmyndarinn Kevin Pages.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið