Viðtöl, örfréttir & frumraun
Páskaegg fyrir sanna sælkera – Handgerð páskaegg
Það styttist í sölu á handgerðu páskaeggjunum hjá frönsku kökuversluninni Sweet Aurora, en salan hefst 15. mars. næstkomandi.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þessi súkkulaðiegg og eru páskaeggin handgerð og hönnuð af ástúð og natni,“
sagði Aurore Pélier Cady eigandi Sweet Aurora í samtali við veitingageirinn.is.
Páskaeggið kostar 5.500 kr. og er mælt með því að panta fyrir fram, en allar upplýsingar um páskaeggin er hægt að nálgast á vef verslunarinnar hér.
Kökuverslunin Sweet Aurora er staðsett í kjallarahúsnæði við Bergstaðastræti 14 í Reykjavík.
Um Aurore Pélier
Aurore Pélier Cady er franskur pastry chef, en hún lærði fræðin sín í heimsþekkta skólanum Institut Paul Bocuse og starfaði í meira en áratug á flottum hótelum og veitingastöðum í París, á borð við Hotel George V eða KL Patisserie svo fátt eitt sé nefnt.
Árið 2019 ákvað Aurore að flytja til Íslands, en hún hefur t.a.m. starfað hjá Slippnum í Vestmannaeyjum, Vox á Hilton hótelinu, íslenska Michelin veitingastaðnum Dill, en Gísli Matt og Gunni Kalli kenndu Aurore meðal annars allt um íslenskar jurtir og hvernig á að nota þær í matargerð.
Meðfylgjandi myndir tók franski ljósmyndarinn Kevin Pages.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss