Uppskriftir
Parmesanhjúpuð rauðspretta eins og Hrefna Sætran gerir hana – einfalt og geggjað
Fiskur er einstaklega verðmætt hráefni – próteinríkur, hollur og fjölhæfur í matargerð, eins og þessi uppskrift er gott dæmi um:
800 g rauðsprettuflök (roðlaus)
1 bolli rifinn ferskur parmesan ostur
1 msk reykt paprikukrydd
1 tsk hvítlaukskrydd
Nokkrar greinar af garðablóðbergi
Salt og pipar
Olía til að pensla með
Smjörpappír
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°c blástur. Blandið saman parmesanostinum, paprikukryddinu og hvítlaukskryddinu í skál og salti og pipar eftir smekk.
Snyrtið flökin til og þerrið þau með pappír. Setjið smjörpappír á ofnskúffu og raðið flökunum þar á.
Penslið fiskinn með olíu og sáldrið parmesan blöndunni yfir fiskinn. Setjið svo nokkrar greinar af timjan ofan á.
Bakið fiskinn í 10-12 mínútur í miðjum ofninum og voila!
Líka hægt að gera í steypujárnspönnu á grillinu.
View this post on Instagram
Höfundur er Hrefna Sætran.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






