Uppskriftir
Parmesanhjúpuð rauðspretta eins og Hrefna Sætran gerir hana – einfalt og geggjað
Fiskur er einstaklega verðmætt hráefni – próteinríkur, hollur og fjölhæfur í matargerð, eins og þessi uppskrift er gott dæmi um:
800 g rauðsprettuflök (roðlaus)
1 bolli rifinn ferskur parmesan ostur
1 msk reykt paprikukrydd
1 tsk hvítlaukskrydd
Nokkrar greinar af garðablóðbergi
Salt og pipar
Olía til að pensla með
Smjörpappír
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°c blástur. Blandið saman parmesanostinum, paprikukryddinu og hvítlaukskryddinu í skál og salti og pipar eftir smekk.
Snyrtið flökin til og þerrið þau með pappír. Setjið smjörpappír á ofnskúffu og raðið flökunum þar á.
Penslið fiskinn með olíu og sáldrið parmesan blöndunni yfir fiskinn. Setjið svo nokkrar greinar af timjan ofan á.
Bakið fiskinn í 10-12 mínútur í miðjum ofninum og voila!
Líka hægt að gera í steypujárnspönnu á grillinu.
View this post on Instagram
Höfundur er Hrefna Sætran.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






