Vertu memm

Uppskriftir

Parmesanhjúpuð rauðspretta eins og Hrefna Sætran gerir hana – einfalt og geggjað

Birting:

þann

Parmesanhjúpuð rauðspretta eins og Hrefna Sætran gerir hana – einfalt og geggjað

Parmesanhjúpuð rauðspretta

Fiskur er einstaklega verðmætt hráefni – próteinríkur, hollur og fjölhæfur í matargerð, eins og þessi uppskrift er gott dæmi um:

800 g rauðsprettuflök (roðlaus)
1 bolli rifinn ferskur parmesan ostur
1 msk reykt paprikukrydd
1 tsk hvítlaukskrydd
Nokkrar greinar af garðablóðbergi
Salt og pipar
Olía til að pensla með
Smjörpappír

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°c blástur. Blandið saman parmesanostinum, paprikukryddinu og hvítlaukskryddinu í skál og salti og pipar eftir smekk.

Snyrtið flökin til og þerrið þau með pappír. Setjið smjörpappír á ofnskúffu og raðið flökunum þar á.

Penslið fiskinn með olíu og sáldrið parmesan blöndunni yfir fiskinn. Setjið svo nokkrar greinar af timjan ofan á.

Bakið fiskinn í 10-12 mínútur í miðjum ofninum og voila!

Líka hægt að gera í steypujárnspönnu á grillinu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hrefna Sætran (@hrefnasaetran)

Höfundur er Hrefna Sætran.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttum og bragðgóðum uppskriftum til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið