Markaðurinn
Papparör og pappaskeiðar á umbúðir MS
Nú í byrjun júlí tók í gildi hér á landi tilskipun frá Evrópusambandinu sem miðar að því að minnka plast í sjónum í Evrópu. Í ljós hefur komið að veiðarfæri og ýmiss konar einnota plast er 70% af plasti á ströndum í álfunni og hefur því verið ákveðið að banna hluti á borð við einnota plastskeiðar, plaströr, eyrnapinna, plastpoka, plastbolla og fleira.
MS hefur unnið hörðum höndum að því í samstarfi við birgja sína að tryggja ný papparör og pappaskeiðar (og í sumum tilvikum tréskeiðar) á vörur fyrirtækisins. Þegar er hafi pökkun á fernum með papparörum og nú er að hefjast pökkun á skyri með pappaskeiðum en í sumar munu plastskeiðar og -rör hafa vikið fyrir nýjum pappa- og trélausnum í öllum vöruflokkum.
Lögð hefur verið áhersla á að finna bestu pappalausnir sem til eru hjá okkar birgjum en framþróun á þessu sviði er mikil og aukast gæðin jafnt og þétt með tímanum. Samhliða þessum breytingum verða skeiðar teknar af nokkrum tegundum af skyri en framvegis verða tvær bragðtegundir af Ísey skyri og þrjár bragðtegundir af KEA skyri án skeiða og skeiðaloks. Með þessu móti viljum draga úr notkun á einnota plasti en jafnframt koma til móts til þá fjölmörgu neytendur sem nota skeiðarnar og vilja hafa þær áfram.
Ljóst er að neytendur munu taka þessum breytingum misvel enda upplifunin önnur en með plaströrum og -skeiðum, en MS mun áfram fylgjast með framþróun á þessu sviði og gera sitt besta til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á endurvinnanlegar og umhverfisvænni umbúðir.
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






