Viðtöl, örfréttir & frumraun
ÓX og Etoile bjóða upp á einstakt norrænt matarævintýri 14. og 15. nóvember

Jonas Lagerström og Rakel Wennemo, eigendur og yfirkokkar á Michelin-veitingastaðnum Etoile í Stokkhólmi.
Einstakt tækifæri gefst fyrir sælkera þegar ÓX í Reykjavík sameinar krafta sína við hinn virta sænska Michelin-veitingastað Etoile í Stokkhólmi.
Dagana 14. og 15. nóvember verður boðið upp á sérstakan smakkseðil þar sem sænsk og íslensk matargerð mætast á nýstárlegan og frumlegan hátt.
Etoile, sem hlotið hefur bæði Michelin-stjörnu og hina eftirsóttu Grænu stjörnu fyrir sjálfbæra nálgun, er staðsettur í hjarta Vasastan í Stokkhólmi. Veitingastaðurinn var stofnaður af matreiðslumönnunum Jonas Lagerström og Danny Falkeman, sem eru þekktir fyrir hugmyndaríka og skemmtilega nálgun á smakkseðilinn sinn með um tuttugu réttum.
Réttirnir bera sterkan svip norrænnar nákvæmni, en ferðast á bragðlaukum gesta milli heimsálfa þar sem alþjóðlegur innblástur og staðbundin hráefni skapa einstaka heild.
ÓX og Etoile lofa kvöldi sem dregur fram fjölbreytta sýn norrænnar matargerðar, þar sem ástríða, frumleiki og sjálfbærni ráða ríkjum. Aðeins tvö kvöld verða í boði, 14. og 15. nóvember og því um að gera að tryggja sér borð áður en fullbókað verður.
Myndir: aðsendar / restaurantetoile.se
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






