Viðtöl, örfréttir & frumraun
ÓX og Etoile bjóða upp á einstakt norrænt matarævintýri 14. og 15. nóvember

Jonas Lagerström og Rakel Wennemo, eigendur og yfirkokkar á Michelin-veitingastaðnum Etoile í Stokkhólmi.
Einstakt tækifæri gefst fyrir sælkera þegar ÓX í Reykjavík sameinar krafta sína við hinn virta sænska Michelin-veitingastað Etoile í Stokkhólmi.
Dagana 14. og 15. nóvember verður boðið upp á sérstakan smakkseðil þar sem sænsk og íslensk matargerð mætast á nýstárlegan og frumlegan hátt.
Etoile, sem hlotið hefur bæði Michelin-stjörnu og hina eftirsóttu Grænu stjörnu fyrir sjálfbæra nálgun, er staðsettur í hjarta Vasastan í Stokkhólmi. Veitingastaðurinn var stofnaður af matreiðslumönnunum Jonas Lagerström og Danny Falkeman, sem eru þekktir fyrir hugmyndaríka og skemmtilega nálgun á smakkseðilinn sinn með um tuttugu réttum.
Réttirnir bera sterkan svip norrænnar nákvæmni, en ferðast á bragðlaukum gesta milli heimsálfa þar sem alþjóðlegur innblástur og staðbundin hráefni skapa einstaka heild.
ÓX og Etoile lofa kvöldi sem dregur fram fjölbreytta sýn norrænnar matargerðar, þar sem ástríða, frumleiki og sjálfbærni ráða ríkjum. Aðeins tvö kvöld verða í boði, 14. og 15. nóvember og því um að gera að tryggja sér borð áður en fullbókað verður.
Myndir: aðsendar / restaurantetoile.se
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar






