Vertu memm

Veitingarýni

Óvænt ánægja í Hamraborginni

Birting:

þann

Mahese Aron Kale og Ágúst Reynir Þorsteinsson

Mahese Aron Kale og Ágúst Reynir Þorsteinsson

Miðvikudagskvöld í rigningarsudda áttum við leið á Veitingastaðinn Bombay Bazar í Hamraborg í Kópavogi. Þar voru áður til húsa Retro Café og Muffins bakery og þeir sem lengra muna, Skóbúð Kópavogs. Eigendur staðarins eru Ágúst Reynir Þorsteinsson, eiginkona hans Kitty Johansen og fjölskylda og hann nýtur aðstoðar frá Mahese Aron Kale.

Ágúst fræddi okkur aðeins um staðinn og eldamennskuna áður en við gæddum okkur á matnum.

Bombay bazaar - SalurBombay Bazaar er indverskur veitingastaður sem opnaði í júni sl. þar sem áður var Retro Kaffi. Matargerðin kemur frá Bombay eða Mumbai á indlandi. Hugmyndafræðin á bak við staðinn hófst þegar við fengum að kynnast þessari framandi matargerð hjá indverskum vini okkar sem áður rak indverskan veitingastað í Chicago um árabil með miklum vinsældum. Hann hafði áður kynnst íslenskri konu og fluttist til Íslands. Við heilluðumst svo mikið af hans matargerð og þessum kryddum og jurtum sem notaðar eru í indverskri matargerð.

Það sem okkur þykir ekki hvað síður spennandi er hvað mikið af heilnæmum kryddum og ofurfæðu eru rík í þessari matargerð eins og túrmerik, engifer, hvítlaukur og chilli. Þessar kryddjurtir hafa einstakan lækningamátt eins og að minnka bólgur, hreinsa blóðið, eyðir bakteríum, örvar blóðrásina og margt fleira. Þess má geta að túrmerik sem er í flestum okkar réttum hefur að talið er 84 jákvæð áhrif á líkamann og er því flokkað sem ofurfæða.

Bombay bazaar - MatseðillAllur matur hjá okkur er unninn frá grunni og eru engin aukaefni eða tilbúin hráefni sett í hann. Við notum eingöngu ferskustu og bestu hráefni sem völ er á. Þar sem áður var vinsælt kaffihús ákváðum við að halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á hágæða kaffi frá Ítalíu og heimatilbúnar kökur sem við erum ákaflega stolt af. Boðið er upp á mat í hádegi og á kvöldin á staðnum í notalegu umhverfi ásamt því að hægt er að taka með heim. Við bjóðum upp á rétti við allra hæfi allt frá mildum upp í sterka því ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi á góðum kjörum.

Við stefnum að því mjög fljótlega að bjóða upp á „food to go“ fyrir þá sem eru á hlaupum og vilja grípa sér eitthvað létt. Við erum gríðarlega þakklát fyrir þær góðu og hlýju móttökur sem við höfum fengið frá Kópavogsbúum á þessum stutta tíma og hlökkum til að bjóða upp margt spennandi sem indverskt matargerð hefur fram að færa.

…sagði Ágúst í nokkrum orðum.

Matseðill staðarins er ekki stór. Samamstendur af fáum en góðum réttum.

Ágúst kynnti fyrir okkur réttina um leið og þeir komu.

Samósur með nautakjoti og raita

Samósur með nautakjoti og raita

Við byrjuðum á Samósum sem voru afskaplega stökkar og bragðgóðar. Ljúf fylling með nautakjöti, sweet peas, hnetum og kartöflum. Milt eftirbragð með ögn af chilli. Raita var borin fram með þessum rétti, ríkulega fyllt af gúrkum.

Krydduð Basmati grjón

Krydduð Basmati grjón

Djúpsteikt „Puri“ brauð

Djúpsteikt „Puri“ brauð

Næst fengum við fjóra kjúklingarétti. Með þeim voru borin fram steikt og krydduð Basmati grjón. Afar góð og þetta er meðvituð ákvörðun hjá þeim að bera þau svona fram en ekki hvít eins og tíðkast á flestum indverskum stöðum. Einnig var borið fram djúpsteikt „Puri“ brauð sem meiri hefð er fyrir að nota í þessu héraði á Indlandi. Ágúst sýndi okkur hvernig þeir nota brauðið. Grjón sett í botninn, skeið af réttinum ofan á og næst ávaxtajógúrt eða Raita. Borðað svo með höndunum eins og pylsa í brauði.

Creamy kjúklingur

Creamy kjúklingur

Fyrsti rétturinn var „Creamy kjúklingur“.
Rétturinn rjómakenndur með karríi, bragðgóður og mildur. Kryddunin hárrétt og mikið af fersku og stökku grænmeti í réttinum. Kitlaði örlítið hálsinn eftir á. Prófuðum að fara eftir leiðbeiningum að setja réttinn í Puri brauðið og passaði mjög vel saman.

Kjúklingur 65

Kjúklingur 65

Annar réttur var hinn frægi „Kjúklingur 65“ sem reyndar er til í ýmsum útfærslum.
Aftur fullkominn eldamennska og kryddnotkun frábær svo ekki fór á milli mála að (indverskur kokkur) veit hvað hann er að gera. Frábær réttur. Reif vel í en samt ekki yfirgnæfandi sterkur.

Cashew kjúklingur

Cashew kjúklingur

Þriðji rétturinn var „Cashew kjúklingur“
Mjög öflugur réttur í bragmikilli hnetusósu með góðu grænmeti og hnetum sem nutu sín vel í réttinum. Þessi réttur var með mildu en löngu eftirbragði. „Tikka Masala“ reif vel og vandlega í. Eldunin frábær, kjúklingurinn meir og fagur rauður. Fengum nokkar svitaperlur á ennið en skemmdi engan veginn bragðlaukana og nutum hans í botn.

9 Diamonds

9 Diamonds

„9 Diamonds“ var grænmetisréttur kvöldsins og nafnið gaf til kynna rétt sem innihélt 9 grænmetistegundir. Þessi var ekki síðri en hinir réttirnir og var sterkastur af þeim öllum. Best að enda á slíkum rétti ef það er margréttað eins og þetta kvöld. Mjög góður réttur, fundum vel fyrir grænmetinu og kryddinu.

Á þessum tímapunkti var magamálið farið að minnka og við vorum sammála um það þessi matur stenst fyllilega samanburð við bestu indversku staðina á höfuðborgarsvæðinu.

Ostakökur með hvítu súkkulaði og dökkri súkkulaðimús

Ostakökur með hvítu súkkulaði og dökkri súkkulaðimús

Við vorum þó ekki hættir því við enduðum á ostaköku með hvítu súkkulaði og svo dökkri súkkulaðimús sem hvoru tveggja er hugsað til að taka með sér. Mjög góðir réttir og kærkomnir eftir bragðmikla máltíð.

Staðurinn er ekki íburðarmikill en notalegur. Meiri metnaður er lagður í eldamennskuna sem er megin atriðið. Salurinn er á tveimur pöllum og sá neðri skartar útsýni yfir Fossvoginn. Þar eru léttari húsgögn en á efri pallinum. Bombay býður upp á heimsendingu í veislur sem starfsfólk Krydd og kavíar nýtti sér í starfamannateiti helgina áður við mikla ánægju veislugesta.

Verðið á réttunum er líka viðráðanlegt. Er frá 1490,- til 2300,-

Það má segja að þessi heimsókn hafi verið óvænt ánægja. Niðurstaðan er frábær indverskur matur, eldaður að alúð og fagmennsku. Er því auðvelt að mæla með slíkum stað.

 

Garðar Agnars, Gísli Örn og Andreas þakka fyrir sig.

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið