Markaðurinn
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
Ótrúlega góður réttur sem hentar vel í helgarbrunchinn eða í kvöldmatinn þegar þú nennir ekki að elda. Svo ótrúlega einfalt og gott.
Innihald:
ostakubbur frá MS 250 g
10 egg
salt og pipar
basilika fersk eða þurrkuð
súrdeigsbrauð eða annað brauð
eitthvað grænt sem skraut, dill, steinselja, fersk basilíka (má sleppa)
Aðferð
Ostakubburinn og eggin eru sett í eldfast mót ásamt kryddunum, þetta er svo hitað í ofni við 200 gráður í um 10 – 12 mínútur. Þessu er öllu blandað saman þegar rétturinn kemur úr ofninum og smurt á ristað súrdeigsbrauð eða hrökkbrauð.
Það er gott að eggin séu ekki alveg full elduð, eldunartíminn gæti verið misjafn milli ofna 8-10 mínútur gætu dugað.
Ef eggin full eldast í ofninum er erfiðara að blanda þeim við ostinn en þá má einnig bæta örlítið af ab mjólk út í til að eggin blandist betur við ostakubbinn.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni1 dagur síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan