Markaðurinn
Ostakarfa er gómsæt gjöf sem gleður – Harpa: við getum byrjað að telja niður dagana til jóla….
Ostóber markar enn fremur upphafið á jólavertíðinni en ostakörfur eru gómsætar gjafir sem henta einstaklega vel þegar gleðja á starfsmenn, viðskiptavini, fjölskyldu og vini í aðdraganda jólanna.
Harpa Hrönn Gunnarsdóttir, sölufulltrúi hjá MS, hefur yfirumsjón með ostakörfugerðinni og á milli þess sem hún kynnir nýja osta í Ostóber er hún farin að huga að jólunum.
„Það er alltaf gaman að fá nýjan ostakörfubækling í hendurnar og setja ostakörfuverslunina okkar í loftið en það þýðir einfaldlega að við getum byrjað að telja niður dagana til jóla,“
segir Harpa.
„Við bjóðum nú sem fyrr upp á fjölbreytt úrval ostakarfa til fyrirtækja og einstaklinga en gjafakarfa með íslenskum ostum og sérvöldu meðlæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna og hægt er að skoða allt úrvalið okkar á ms.is.“
Þá hefur færst í aukana að fyrirtæki og einstaklingar vilji bæta við annarri matvöru, víni eða gjafavöru í körfurnar og tekur Harpa það sérstaklega fram að það sé meira en sjálfsagt að verða við slíkum óskum og slík viðbótarþjónusta sé viðskiptavinum að kostnaðarlausu.
„Það er tilvalið að huga tímanlega að jólagjöfum starfsmanna því jólin verða komin áður en við vitum af og þá eru sölufulltrúar MS ætíð tilbúnir til að svara fyrirspurnum í síma 450-1111 eða á netfanginu [email protected],“
segir Harpa.
Skoða úrvalið á www.ostakorfur.ms.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?