Uppskriftir
Ostafylltar kjötbollur
Kjötbollur eru gómsætar og matur sem allir elska, börn og fullorðnir. Kjötbollur er hægt að setja upp um eina deild með að setja ostabita í hverja bollu.
Fyrir 4
Einföld uppskrift
1 pakki nautahakk
3/4 bolli brauðraspur eða snakk að eigin
vali (til dæmis maísflögur)
½ bolli rifinn parmesan ostur
½ bolli vatn
2 matskeiðar kryddjurtir úr garðinum, til dæmis steinselja eða graslaukur
1 egg
½ tsk. saxaður hvítlaukur
1 tsk. salt
¼ tsk. svartur pipar
2 kúlur ferskur mozzarella, sem búið er að skera í um 20 teninga
1
Einföld ítölsk tómatsósa
100 ml ólífuolía
2 hvítlauksrif
salt og pipar
10 stk. saxaðatómata
Sjóðið niður 10 stk. saxaða tómata um helming (hægt að nota 1 dós af söxuðumtómötum).
Framreiðið með pasta að eigin vali og mikið af rifnum parmesanosti á toppinn.
Með þessu er gott að klippa nokkrar kryddjurtir ef þær eru til á heimilinu. Hvítlauksbrauðið er ómissandi með.
2
Hitið ofninn í 175°c gráður.
Sameinið öll innihaldsefni í stóra skál nema mozzarella-ostinn. Blandað vel saman. Skiptið blöndunni í 20 kjötbollur, hnoðið kúlur í kringum mozzarella-tening og gætið þess vel að þekja ostinn alveg.
3
Bakið í 15 til 20 mínútur eða þar til bollan er ekki lengur bleik í miðju. Berið fram strax. Gott að hafa á smjörpappír til að auðvelda þrif. Auðvelt er snúa þessu í ítalska veislu með æðislegum pastarétti.
Myndir og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri