Starfsmannavelta
Ostabúðin á Skólavörðustíg lokar
Í morgun var Ostabúðinni á Skólavörðustíg lokað fyrir fullt og allt.
„Rekstrarumhverfið var alveg galið“
Sagði Jóhann Jónsson matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um lokunina. Jóhann sagði að það hefði verið nóg að gera, en það hefði samt þurft að fylla í fleiri sæti. Rekstrarkostnaður var orðinn of mikill og forsendur þess að halda lágu vöruverði brostnar.
Hjá Ostabúðinni störfuðu 15 manns og var þeim tilkynnt um lokunina á fundi í morgun.
Ostabúðin var opnuð árið 2000 og bauð upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi og að auki var boðið upp á hádegisverð á neðri hæðinni.
Í maí árið 2015 opnaði Jóhann nýjan veitingastað en hann var staðsettur við hliðina á Ostabúðinni með allt að 50 manns í sæti og var þá kominn grundvöllur fyrir að bjóða upp á kvöldmat.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður á Skólavörðustíg
Nú hefur öllum rekstri Ostabúðarinnar verið hætt og verður hennar sárt saknað í veitingaflóru Reykjavíkur.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






