Starfsmannavelta
Ostabúðin á Skólavörðustíg lokar
Í morgun var Ostabúðinni á Skólavörðustíg lokað fyrir fullt og allt.
„Rekstrarumhverfið var alveg galið“
Sagði Jóhann Jónsson matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um lokunina. Jóhann sagði að það hefði verið nóg að gera, en það hefði samt þurft að fylla í fleiri sæti. Rekstrarkostnaður var orðinn of mikill og forsendur þess að halda lágu vöruverði brostnar.
Hjá Ostabúðinni störfuðu 15 manns og var þeim tilkynnt um lokunina á fundi í morgun.
Ostabúðin var opnuð árið 2000 og bauð upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi og að auki var boðið upp á hádegisverð á neðri hæðinni.
Í maí árið 2015 opnaði Jóhann nýjan veitingastað en hann var staðsettur við hliðina á Ostabúðinni með allt að 50 manns í sæti og var þá kominn grundvöllur fyrir að bjóða upp á kvöldmat.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður á Skólavörðustíg
Nú hefur öllum rekstri Ostabúðarinnar verið hætt og verður hennar sárt saknað í veitingaflóru Reykjavíkur.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars