Starfsmannavelta
Ostabúðin á Skólavörðustíg lokar
Í morgun var Ostabúðinni á Skólavörðustíg lokað fyrir fullt og allt.
„Rekstrarumhverfið var alveg galið“
Sagði Jóhann Jónsson matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um lokunina. Jóhann sagði að það hefði verið nóg að gera, en það hefði samt þurft að fylla í fleiri sæti. Rekstrarkostnaður var orðinn of mikill og forsendur þess að halda lágu vöruverði brostnar.
Hjá Ostabúðinni störfuðu 15 manns og var þeim tilkynnt um lokunina á fundi í morgun.
Ostabúðin var opnuð árið 2000 og bauð upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi og að auki var boðið upp á hádegisverð á neðri hæðinni.
Í maí árið 2015 opnaði Jóhann nýjan veitingastað en hann var staðsettur við hliðina á Ostabúðinni með allt að 50 manns í sæti og var þá kominn grundvöllur fyrir að bjóða upp á kvöldmat.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður á Skólavörðustíg
Nú hefur öllum rekstri Ostabúðarinnar verið hætt og verður hennar sárt saknað í veitingaflóru Reykjavíkur.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






